Fótbolti

Landsliðsferli Ronaldinho lokið?

Ronaldinho hefur verið í slöku formi undanfarið.
Ronaldinho hefur verið í slöku formi undanfarið. Nordicphotos/GettyImages
Ronaldinho, sem eitt sinn var besti leikmaður heims, var ekki valinn í landslið Brasilíu sem nú keppir í Álfukeppninni. Hann hefur heldur ekki verið valinn í undanfarna leiki í undankeppni HM.

„Ég vil að hann komist aftur í liðið, en hvort það gerist veit ég ekki. Þú verður að spyrja hann að því. Þetta er á hans ábyrgð en ekki minnar," segir landsliðsþjálfarinn Dunga.

Ronaldinho eyddi miklum tíma á bekknum hjá AC Milan þaðan sem hann kom frá Barcelona. Form hans var ekki gott á löngum stundum.

Þrátt fyrir að hafa skorað 32 mörk í 87 landsleikjum hefur liðið ekki saknað hans undanfarið.

Brassarnir skoruðu tíu mörk í fyrstu þremur leikjum Álfukeppninnar og sköpuðu sér 23 færi gegn Suður-Afríku en skoruðu aðeins eitt mark.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×