Enski boltinn

Bellamy tryggði City sigur á Boro

Craig Bellamy hefur stimplað sig vel inn í lið Manchester City
Craig Bellamy hefur stimplað sig vel inn í lið Manchester City NordicPhotos/GettyImages

Craig Bellamy skoraði sigurmark Manchester United í síðari hálfleik í dag þegar liðið lagði heillum horfið lið Middlesbrough 1-0 á heimavelli sínum.

City var sterkari aðilinn í leiknum en þó hafa stjörnur á borð við Robinho oft leikið betur en í dag. Það var þó hinn litríki Bellamy sem skoraði markið sem skildi að og var það annað mark hans síðan hann kom til liðsins frá West Ham um daginn.

Nýjasti liðsmaður City, markvörðurinn Shay Given sem kom frá Newcastle í vikunni, stimplaði sig rækilega inn í liðið og varði allt sem á mark hans kom. City er í níunda sæti deildarinnar.

Middlesbrough hefur nú ekki unnið sigur í síðustu þrettán leikjum sínum í deildinni og er á botninum ásamt West Brom með aðeins 22 stig þrátt fyrir frábæra byrjun í deildinni síðasta sumar.

Boro hefur ekki skorað mark í deildinni í 405 mínútur en ef ekki hefði verið fyrir góða markvörslu Shay Given, hefði Alfonso Alves líklega náð að setja mark í einni af fjórum tilraunum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×