Enski boltinn

City mótmælir ekki kæru Adebayor

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Adebayor fagnar marki sínu gegn Arsenal um helgina.
Adebayor fagnar marki sínu gegn Arsenal um helgina. Nordic Photos / Getty Images
Emmanuel Adebayor og Manchester City hafa ákveðið að andmæla ekki kæru enska knattspyrnusambandsins vegna atviks sem átti sér stað í leik City gegn Arsenal um helgina.

Adebayor var gefið að sök að hafa traðkað á Robin van Persie, fyrrum liðsfélaga sínum hjá Arsenal.

Adebayor skoraði eitt marka City í 4-2 sigri liðsins og fagnaði markinu með því að hlaupa völlinn endilangan og fagna fyrir framan stuðningsmenn Arsenal.

Enska knattspyrnusambandið ákvað að kæra Adebayor fyrir bæði atvikin. Andmælafrestur fyrir tröðkunina rann út í dag en City hefur til loka mánaðarins að svara hinni kærunni.

Fyrra atvikið verður tekið fyrir á fundi aganefndar sambandsins á morgun og ef Adebayor verður fundinn sekur fær hann þriggja leikja bann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×