Enski boltinn

Wenger ósáttur við fyrirhugað „kvótakerfi“ í ensku úrvalsdeildinni

Ómar Þorgeirsson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. Nordic photos/AFP

Til stendur að frá og með næsta keppnistímabili í ensku úrvalsdeildinni beri úrvalsdeildarfélögum skylda til þess að hafa í það minnsta átta leikmenn í 25-manna leikmannahópi sínum sem hafi dvalið hjá liðum frá Englandi eða Wales í alla vega þrjú ár áður en þeir urðu 21 árs gamlir.

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger er allt annað en sáttur við þessa reglu eða þennan lágmarkskvóta sem stjórn ensku úrvalsdeildarinnar setur.

„Ég er alls ekki hrifinn af þessu og hef sagt það margoft. Það er mín skoðun að ef að þú vilt sjá bestu leikmenn í heimi spila í bestu deild í heimi, þá þarftu að vera opinn og ekki hugsa reglu sem þessa.

Þetta snýst um samkeppni og svona reglur eru engum til góða," er haft eftir Wenger sem er best þekktur fyrir að uppgvöta unga efnilega leikmenn víðs vegar að úr heiminum og móta úr þeim afburða leikmenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×