Enski boltinn

Tevez skrópaði í sigurveislu United á sunnudaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez hjá Manchester United.
Carlos Tevez hjá Manchester United. Mynd/GettyImages

Það þykir flestum orðið ljóst að Argentínumaðurinn Carlos Tevez sé á förum frá ensku meisturunum í Manchester United enda keppast enskir fjölmiðlar að ýta undir þær sögusagnir.

Enska slúðurblaðið Sun hefur heimildir fyrir því að Tevez sé orðinn hundleiður á því að vera varamaður hjá United og vilji fara til félags þar sem hann fær að spila miklu miklu meira.

Sun-menn grófu það líka upp að Carlos Tevez hafi skrópað í sigurveislu United á Old Trafford á sunnudaginn þrátt fyrir að stjórinn Sir Alex Ferguson hafi skipað öllum að mæta.

Afsökun Tevez er að hann hafi þurft að vera heima hjá sér að hugsa um fjögurra ára dóttur sína sem var með hita.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×