Lygasaga í kirkjugarði 4. desember 2009 19:20 Gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu. Mynd/Pjetur Mynd/Pjetur Eigandi leiðsögufyrirtækisins Draugaferða í Reykjavík íhugar nú alvarlega hvort að ferðirnar í Gamla Kirkjugarðinn verði lagðar af vegna harkalegrar gagnrýni Þórs Magnússonar, fyrrverandi þjóðminjavarðar, sem sakar Draugaferðir um að spinna lygasögu um hálfsystur sína. Eigandinn hyggst fara í mál við hann vegna greinarinnar. Það er ekki oft sem menn fara í hár saman út af draugasögu en sú er raunin. Þór Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörður sakar leiðsögufyrirtækið Draugaferðir í Morgunblaðinu í dag um að spinna lygasögu um hálfsystur sína til að skemmta ferðamönnum. Þeim er sögð saga af lítilli stúlku sem hét Fríða og var að vestan. Fríða þessi átti að hafa verið misnotuð kynferðislega af stjúpföður sínum, átti erfiða ævi, verið hænd að hröfnum sem ollu meðal annars tveimur bæjarbrunum þar sem stjúpfaðir hennar lét lífið. Skömmu síðar á hún að hafa fundist látin úti á hlaði með molað höfuð og segir sagan að móðir hennar hafi myrt hana. Litla stúlkan átti að hafa gengið aftur og voru því beinin grafin upp, flutt suður og jarðsett í Gamla Kirkjugarðinum. Draugagangan endar svo við leiði stúlku sem heitir Fríða Magnúsdóttir. Sú Fríða var hins vegar hálfsystir Þórs sem lýsir megnustu fyrirlitningu á leiðsögninni, systir hans hafi látist sex ára gömul eftir botnlangakast - alsaklaus af draugagangi og bæjarbrunum. Jónas Freydal eigandi draugaferða vildi ekki veita viðtal en hyggst fara í mál við Þór út af greininni, sem sé full af rangfærslum. Ætlunin hafi ekki verið að særa eða niðurlægja neinn og hann íhugi nú að leggja þessar ferðir niður. Draugasagan hafi byggst á flökkusögu og notast hafi verið við leiðið þar sem það hentaði vel. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Eigandi leiðsögufyrirtækisins Draugaferða í Reykjavík íhugar nú alvarlega hvort að ferðirnar í Gamla Kirkjugarðinn verði lagðar af vegna harkalegrar gagnrýni Þórs Magnússonar, fyrrverandi þjóðminjavarðar, sem sakar Draugaferðir um að spinna lygasögu um hálfsystur sína. Eigandinn hyggst fara í mál við hann vegna greinarinnar. Það er ekki oft sem menn fara í hár saman út af draugasögu en sú er raunin. Þór Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörður sakar leiðsögufyrirtækið Draugaferðir í Morgunblaðinu í dag um að spinna lygasögu um hálfsystur sína til að skemmta ferðamönnum. Þeim er sögð saga af lítilli stúlku sem hét Fríða og var að vestan. Fríða þessi átti að hafa verið misnotuð kynferðislega af stjúpföður sínum, átti erfiða ævi, verið hænd að hröfnum sem ollu meðal annars tveimur bæjarbrunum þar sem stjúpfaðir hennar lét lífið. Skömmu síðar á hún að hafa fundist látin úti á hlaði með molað höfuð og segir sagan að móðir hennar hafi myrt hana. Litla stúlkan átti að hafa gengið aftur og voru því beinin grafin upp, flutt suður og jarðsett í Gamla Kirkjugarðinum. Draugagangan endar svo við leiði stúlku sem heitir Fríða Magnúsdóttir. Sú Fríða var hins vegar hálfsystir Þórs sem lýsir megnustu fyrirlitningu á leiðsögninni, systir hans hafi látist sex ára gömul eftir botnlangakast - alsaklaus af draugagangi og bæjarbrunum. Jónas Freydal eigandi draugaferða vildi ekki veita viðtal en hyggst fara í mál við Þór út af greininni, sem sé full af rangfærslum. Ætlunin hafi ekki verið að særa eða niðurlægja neinn og hann íhugi nú að leggja þessar ferðir niður. Draugasagan hafi byggst á flökkusögu og notast hafi verið við leiðið þar sem það hentaði vel.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira