Lygasaga í kirkjugarði 4. desember 2009 19:20 Gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu. Mynd/Pjetur Mynd/Pjetur Eigandi leiðsögufyrirtækisins Draugaferða í Reykjavík íhugar nú alvarlega hvort að ferðirnar í Gamla Kirkjugarðinn verði lagðar af vegna harkalegrar gagnrýni Þórs Magnússonar, fyrrverandi þjóðminjavarðar, sem sakar Draugaferðir um að spinna lygasögu um hálfsystur sína. Eigandinn hyggst fara í mál við hann vegna greinarinnar. Það er ekki oft sem menn fara í hár saman út af draugasögu en sú er raunin. Þór Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörður sakar leiðsögufyrirtækið Draugaferðir í Morgunblaðinu í dag um að spinna lygasögu um hálfsystur sína til að skemmta ferðamönnum. Þeim er sögð saga af lítilli stúlku sem hét Fríða og var að vestan. Fríða þessi átti að hafa verið misnotuð kynferðislega af stjúpföður sínum, átti erfiða ævi, verið hænd að hröfnum sem ollu meðal annars tveimur bæjarbrunum þar sem stjúpfaðir hennar lét lífið. Skömmu síðar á hún að hafa fundist látin úti á hlaði með molað höfuð og segir sagan að móðir hennar hafi myrt hana. Litla stúlkan átti að hafa gengið aftur og voru því beinin grafin upp, flutt suður og jarðsett í Gamla Kirkjugarðinum. Draugagangan endar svo við leiði stúlku sem heitir Fríða Magnúsdóttir. Sú Fríða var hins vegar hálfsystir Þórs sem lýsir megnustu fyrirlitningu á leiðsögninni, systir hans hafi látist sex ára gömul eftir botnlangakast - alsaklaus af draugagangi og bæjarbrunum. Jónas Freydal eigandi draugaferða vildi ekki veita viðtal en hyggst fara í mál við Þór út af greininni, sem sé full af rangfærslum. Ætlunin hafi ekki verið að særa eða niðurlægja neinn og hann íhugi nú að leggja þessar ferðir niður. Draugasagan hafi byggst á flökkusögu og notast hafi verið við leiðið þar sem það hentaði vel. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Eigandi leiðsögufyrirtækisins Draugaferða í Reykjavík íhugar nú alvarlega hvort að ferðirnar í Gamla Kirkjugarðinn verði lagðar af vegna harkalegrar gagnrýni Þórs Magnússonar, fyrrverandi þjóðminjavarðar, sem sakar Draugaferðir um að spinna lygasögu um hálfsystur sína. Eigandinn hyggst fara í mál við hann vegna greinarinnar. Það er ekki oft sem menn fara í hár saman út af draugasögu en sú er raunin. Þór Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörður sakar leiðsögufyrirtækið Draugaferðir í Morgunblaðinu í dag um að spinna lygasögu um hálfsystur sína til að skemmta ferðamönnum. Þeim er sögð saga af lítilli stúlku sem hét Fríða og var að vestan. Fríða þessi átti að hafa verið misnotuð kynferðislega af stjúpföður sínum, átti erfiða ævi, verið hænd að hröfnum sem ollu meðal annars tveimur bæjarbrunum þar sem stjúpfaðir hennar lét lífið. Skömmu síðar á hún að hafa fundist látin úti á hlaði með molað höfuð og segir sagan að móðir hennar hafi myrt hana. Litla stúlkan átti að hafa gengið aftur og voru því beinin grafin upp, flutt suður og jarðsett í Gamla Kirkjugarðinum. Draugagangan endar svo við leiði stúlku sem heitir Fríða Magnúsdóttir. Sú Fríða var hins vegar hálfsystir Þórs sem lýsir megnustu fyrirlitningu á leiðsögninni, systir hans hafi látist sex ára gömul eftir botnlangakast - alsaklaus af draugagangi og bæjarbrunum. Jónas Freydal eigandi draugaferða vildi ekki veita viðtal en hyggst fara í mál við Þór út af greininni, sem sé full af rangfærslum. Ætlunin hafi ekki verið að særa eða niðurlægja neinn og hann íhugi nú að leggja þessar ferðir niður. Draugasagan hafi byggst á flökkusögu og notast hafi verið við leiðið þar sem það hentaði vel.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira