Enski boltinn

Birmingham kaupir Benitez

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Christian Benitez.
Christian Benitez. Nordic Photos/Getty Images

Birmingham hefur fest kaup á Ekvadoranum Christian Benitez frá Santos Laguna. Talið er að Birmingham hafi greitt 9 milljónir punda fyrir framherjann sem er þá það mesta sem félagið hefur greitt fyrir einn leikmann.

Ekvadorski landsliðsmaðurinn skrifaði undir þriggja ára samning við liðið sem leikur í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Þessi 23 ára strákur mun gangast undir læknisskoðun í næstu viku. Talið er að hann verði ekki í vandræðum með að fá atvinnuleyfi.

Mörg félög höfðu augastað á þessum strák sem skoraði 31 mark í 58 leikjum fyrir Santos Laguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×