Enski boltinn

Ribery er betri en Ronaldo

Nordic Photos/Getty Images

Franska knattspyrnugoðsögnin Zinedine Zidane segir að landi sinn Franck Ribery hjá Bayern Munchen sé að sínu mati betri leikmaður en Cristiano Ronaldo hjá Manchester United.

Talað er um að Zidane muni líklega fá starf sem ráðgjafi hjá Real Madrid í sumar ef Florentino Perez verður kosinn forseti.

Real Madrid hefur lengi verið orðað við Ronaldo en spænska félagið myndi líklega ekki kaupa portúgalska landsliðsmanninn ef Zidane fengi að ráða.

"Ronaldo er frábær leikmaður. Hann hefur þegar unnið gullknöttinn og gæti unnið annan í ár. Hann er mjög sterkur leikmaður en ég myndi frekar taka Franck Ribery," sagði Zidane.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×