Innlent

Endurskipulagning bankakerfisins afar mikilvæg

Jóhanna Sigurðardóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Jóhanna Sigurðardóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Formenn Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar telja eitt af mikilvægustu verkefnunum sem tilvonandi ríkisstjórn stendur frammi fyrir vera að endurreisa bankakerfið. Þetta kom fram í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi á Stöð 2 í kvöld.

Sigmundur sagði jafnframt að stærsta málið væri að leiðrétta skuldir fyrirtækja og fjölskyldna. Aðspurður sagði hann ekki um mismun að ræða og að tillaga Framsóknarflokksins fæli í sér að það sama gangi yfir alla.

Jóhanna sagðist aðspurð ekki útiloka skattahækkanir. Þá sagði hún að þegar kæmi að niðurskurði í velferðarkerfinu væri mikilvægast að forgangsraða á réttlátan og nýja vegu. Það væri vel hægt. Það hafi hún gert í félagsmálaráðuneytinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×