Enski boltinn

Doyle keyptur á metfé

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kevin Doyle í leik með Reading.
Kevin Doyle í leik með Reading. Nordic Photos / AFP
Enska úrvalsdeildarfélagið Wolves hefur gengið frá kaupum á sóknarmanninum Kevin Doyle frá Reading fyrir 6,5 milljónir punda sem er metupphæð fyrir Úlfana.

Doyle er írskur landsliðsmaður og var orðaður við fleiri lið í ensku úrvalsdeildinni en ákvað að gera fjögurra ára samning við Wolves.

"Wolves var fyrsta félagið sem náði samkomulagi við Reading og var því fyrsta félagið sem ég ræddi við. Ég átti við að þessi mál myndu taka langan tíma en Wolves gekk fljótt og vel í málið," sagði Doyle í samtali við heimasíðu félagsins.

Doyle skoraði átján mörk fyrir Reading á síðasta tímabili en liðið tapaði fyrir Burnley í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Wolves var fyrir búinn að fá þá Nenad Miljas og Marcus Hahnemann til félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×