Enski boltinn

Arnór sagður telja líklegt að Eiður fari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/E. Stefán
Haft er eftir Arnóri Guðjohnsen í spænskum fjölmiðlum í dag að hann telji líklegt að Eiður Smári sé á leið frá Barcelona í sumar. Nú sé Everton sagt hafa áhuga á honum.

Hins vegar sagði Arnór í samtali við Vísi á föstudaginn að hann hefði ekkert heyrt af áhuga annarra félaga nema það sem hann hafði sjálfur lesið í fjölmiðlum. Ekkert mál hafi komið inn á borð til sín í gegnum forráðamenn Barcelona.

Enn fremur sagði Arnór að Eiður ætti enn eftir að ákveða hvort hann vildi fara frá Barcelona í sumar eða ekki. Þetta ítrekaði Eiður Smári í viðtali við Ísland í dag á sunnudagskvöldið.

Eiður Smári hefur þó verið orðaður við fjölda félaga víða um heim. "Fastir liðir eins og venjulega," sagði Arnór við Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×