Enski boltinn

Roberto Di Matteo að taka við WBA

Ómar Þorgeirsson skrifar
Roberto Di Matteo lék með Chelsea á sínum tíma.
Roberto Di Matteo lék með Chelsea á sínum tíma. Nordic photos/Getty images

Samkvæmt Sky Sports fréttastofunni er Ítalinn Roberto Di Matteo við það að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá b-deildarliði WBA sem hefur verið að leita að eftirmanni Tony Mowbray sem tók við Glasgow Celtic.

Hinn 39 ára gamli Di Matteo lék sem kunnugt er með Chelsea á sínum tíma en hann hefur þótt vera að gera góða hluti með MK Dons í ensku-c deildinni og stýrði þeim í þriðja sætið á nýafstaðinni leiktíð, en liðið tapaði svo í úrslitakeppni um laust sæti í b-deildinni.

Búist er við því að Di Matteo verði kynntur sem nýr stjóri hjá WBA í kvöld eða á morgun en WBA mun vera búið að semja við MK Dons um bótagreiðslur fyrir samning knattspyrnustjórans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×