Enski boltinn

Valencia formlega genginn í raðir United

Ómar Þorgeirsson skrifar
Antonio Valencia.
Antonio Valencia. Nordic photos/Getty images

Englandsmeistarar Manchester United hafa formlega gengið frá kaupum á Antonio Valencia og hefur vængmaðurinn skrifað undir fjögurra ára samning við félagið.

Kaupverðið er óuppgefið en er samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar talið nema í kringum 16 milljónum punda.

Hinn 23 ára gamli landsliðsmaður Ekvador er fyrstu kaup knattspyrnustjórans Sir Alex Ferguson en án vafa ekki þau síðustu enda nægur peningur til staðar á Old Trafford eftir söluna á Cristiano Ronaldo.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×