Enski boltinn

Zaki vill snúa aftur til Wigan

Ómar Þorgeirsson skrifar
Amr Zaki í leik með Wigan.
Amr Zaki í leik með Wigan. Nordic photos/Getty images

Framherjinn Amr Zaki sem sló eftirminnilega í gegn á lánssamningi með Wigan í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, sér í lagi framan af vetri, vill ólmur koma aftur til félagsins frá EL Zamalek í Egyptalandi.

Zaki var búinn að mála sig út í horn hjá Steve Bruce, fyrrum stjóra Wigan, vegna agavandamála en vonast til þess að Roberto Martinez, nýráðinn stjóri Wigan, gefi honum annan möguleika með félaginu.

„Ég vildi aldrei yfirgefa Wigan og ég vonast til þess að koma aftur til félagsins sem fyrst. Ég er búinn að heyra að Martinez sé efnilegur stjóri og ég væri til í að vinna með honum en þetta veltur allt á forráðamönnum Wigan. Hvort að þeir séu tilbúnir að borga uppsett verð fyrir mig," segir Zaki.

Hinn 26 ára gamli Zaki skoraði 10 mörk í 29 leikjum með Wigan á síðustu leiktíð en talið er að Egyptarnir vilji fá í kringum 12 milljónir punda fyrir leikmanninn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×