Enski boltinn

Newcastle áfrýjar brottvísun Bassong

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Howard Webb sýnir hér Bassong rauða spjaldið.
Howard Webb sýnir hér Bassong rauða spjaldið. Nordic Photos / Getty Images

Newcastle hefur ákveðið að áfrýja rauða spjaldinu sem Sebastien Bassong fékk í leik liðsins gegn Fulham um helgina.

Fulham vann leikinn, 1-0, en Bassong fékk að líta rauða spjaldið á 60. mínútu leiksins fyrir að hafa rænt Diomansy Kamara upplögðu marktækifæri.

Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að það hafi mótttekið áfrýjunarbeiðni Newcastle.

Félagið er sem stendur í átjánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi á eftir Hull, og þarf helst að vinna Aston Villa á útivelli í lokaleikinum til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni - ef ekki sigur þá að minnsta kosti jafntefli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×