Keyrði á lögreglubíl og slökkiviliðsstöðina í Skógarhlíð Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 21. júní 2009 21:25 Eltingarleik lögreglu við mann á svörtum Cherokee jeppa lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu fyrir um 40 mínútum síðan. Hann hafði þá stórskemmt lögreglubíl sem hann keyrði á, auk þess sem hann hafði gert tilraun til að keyra inn í fjarskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð 16. Eltingaleikurinn hófst eftir áhlaup mannsins á Skógarhlíðina, en þar hafði hann reynt að keyra í gegn um allar útkeyrsludyr slökkviliðsins. Lögreglumenn sem komu aðvífandi áttu fótum fjör að launa þegar maðurinn keyrði á bíl þeirra. Eltingarleikurinn stóð þaðan og eftir Snorrabrautinni, en að sögn lögreglu keyrði maðurinn á fólksbíl á leiðinni. Sjúkrabíll reyndi að stöðva manninn með því að keyra á hann, en án árangurs. Maðurinn var loks handtekinn á planinu aftan við lögreglustöðina á Hverfisgötu. Hann var óvopnaður og talinn lítið sem ekkert slasaður. Einn lögreglumaður hlaut minniháttar meiðsli í æsingnum. Maðurinn hafði hringt í fréttastofu fyrr um kvöldið og beðið um umfjöllun. Hann var þá í talsverðu uppnámi og sagðist eiga óuppgerðar sakir við lögregluna. Hann hringdi aftur síðar um kvöldið, enn órólegri en í fyrra skiptið. Þá sagðist hann vera á tveggja tonna jeppa á 140 kílómetra hraða á leið niður í miðbæ. Hann sagðist ætla að keyra inn í lögreglustöðina og talaði síðan um að keyra inn í samskiptamiðstöð lögreglunnar. Auk þess hótaði hann að skaða lögreglumenn eða -bíla ef þeir yrðu á vegi hans. „Finnst þér ekki fáránlegt að ég sé að segja þetta?" sagði maðurinn og sagðist vera kominn með nóg af því að lögreglan vildi ekki ræða við hann. Hann sagðist grípa til þessara ráða til að fá loksins einhverja athygli. Fréttamaður reyndi að róa manninn niður og segja honum að fara heim án árangurs. Símtalinu lauk þegar maðurinn sagðist ætla að fá leiðbeiningar 118 símaskrár til að finna Skógarhlíð 16, þar sem hann sagðist ætla að keyra inn í húsið. „Þú átt eftir að heyra af þessu í kvöld." Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Eltingarleik lögreglu við mann á svörtum Cherokee jeppa lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu fyrir um 40 mínútum síðan. Hann hafði þá stórskemmt lögreglubíl sem hann keyrði á, auk þess sem hann hafði gert tilraun til að keyra inn í fjarskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð 16. Eltingaleikurinn hófst eftir áhlaup mannsins á Skógarhlíðina, en þar hafði hann reynt að keyra í gegn um allar útkeyrsludyr slökkviliðsins. Lögreglumenn sem komu aðvífandi áttu fótum fjör að launa þegar maðurinn keyrði á bíl þeirra. Eltingarleikurinn stóð þaðan og eftir Snorrabrautinni, en að sögn lögreglu keyrði maðurinn á fólksbíl á leiðinni. Sjúkrabíll reyndi að stöðva manninn með því að keyra á hann, en án árangurs. Maðurinn var loks handtekinn á planinu aftan við lögreglustöðina á Hverfisgötu. Hann var óvopnaður og talinn lítið sem ekkert slasaður. Einn lögreglumaður hlaut minniháttar meiðsli í æsingnum. Maðurinn hafði hringt í fréttastofu fyrr um kvöldið og beðið um umfjöllun. Hann var þá í talsverðu uppnámi og sagðist eiga óuppgerðar sakir við lögregluna. Hann hringdi aftur síðar um kvöldið, enn órólegri en í fyrra skiptið. Þá sagðist hann vera á tveggja tonna jeppa á 140 kílómetra hraða á leið niður í miðbæ. Hann sagðist ætla að keyra inn í lögreglustöðina og talaði síðan um að keyra inn í samskiptamiðstöð lögreglunnar. Auk þess hótaði hann að skaða lögreglumenn eða -bíla ef þeir yrðu á vegi hans. „Finnst þér ekki fáránlegt að ég sé að segja þetta?" sagði maðurinn og sagðist vera kominn með nóg af því að lögreglan vildi ekki ræða við hann. Hann sagðist grípa til þessara ráða til að fá loksins einhverja athygli. Fréttamaður reyndi að róa manninn niður og segja honum að fara heim án árangurs. Símtalinu lauk þegar maðurinn sagðist ætla að fá leiðbeiningar 118 símaskrár til að finna Skógarhlíð 16, þar sem hann sagðist ætla að keyra inn í húsið. „Þú átt eftir að heyra af þessu í kvöld."
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira