Enski boltinn

Bullard á leið til Hull

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jimmy Bullard í leik með Fulham.
Jimmy Bullard í leik með Fulham. Nordic Photos / Getty Images
Fulham og Hull hafa komist að samkomulagi um kaupverð á miðvallarleikmaninnum Jimmy Bullard eftir því sem heimildir Sky-fréttastofunnar herma.

Bullard á átján mánuði eftir af núverandi samningi sínum við Fulham og hefur hafnað nýju samningstilboði frá félaginu.

Talið er að Hull hafi boðið fimm milljónir punda í Bullard sem hefur einnig verið orðaður við önnur félög - svo sem Tottenham, Middlesbrough og Sunderland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×