Farið verður yfir valdbeitingu lögreglu 22. janúar 2009 06:00 Ljósmyndari fær hér að kynnast úðanum, en hann var meðal mótmælenda sem var verið að ýta út af gangstíg í Alþingisgarðinum. Mótmælendur hafa spurt hvernig og við hvaða aðstæður megi réttlæta notkun slíkra tóla, en reglur um valdbeitingu lögreglu eru leyndarmál. Mynd/Jóhannes Gunnar Skúlason Lögreglustjóri segir að athugað verði hvort lögreglumenn hafi gengið of langt í valdbeitingu, en ljósmyndir virðast benda til þess. Lögreglumennirnir verði þá kærðir til ríkissaksóknara. Reglur um valdbeitingarheimildir eru ekki aðgengilegar almenningi.„Að sjálfsögðu fer lögreglan yfir atburði síðustu daga og finni hún dæmi um að lögreglumenn hafi farið yfir strikið, verður kæru eða ábendingu komið til ríkissaksóknara. Þetta segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri.Séð inn gangstíginn Lögreglukonan virðir hér fyrir sér kvikmyndatökumann, sem fékk síðar úðann yfir sig. Henni virðist ekki standa ógn af honum. Mynd/Páll HilmarssonHann var spurður um ásakanir um harðræði lögreglu í mótmælunum og sérstaklega mál Páls Hilmarssonar ljósmyndara sem ætlar að kæra lögreglukonu sem mun hafa sprautað í andlit hans og fleiri manna, án þess að það hefði sýnilegan tilgang. „Ég þekki það ekki, en ég er alveg sannfærður um það að menn eiga fjölmargar myndir af því sem þarna gerist og það er eflaust hægt að setja það í slæmt ljós,“ segir Stefán. Aldrei líti huggulega út þegar lögregla neyðist til að beita valdi og það geri hún ekki nema nauðsynlegt sé. Um slíka valdbeitingu gildi skýrar reglur. Spurður um þessar reglur, það er hvenær og hvernig lögregla megi beita valdi, segir Stefán að þær séu ekki aðgengilegar almenningi. Talið sé nauðsynlegt vegna öryggis lögreglumanna að þær séu ekki á allra vitorði og úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi staðfest þá túlkun. Páll Hilmarsson hefur lýst því hvernig lögreglukona ein stóð í öruggri fjarlægð frá mótmælendum bak við grindverk. Hún hafi svo gengið að grindverkinu fyrirvaralaust og sprautað yfir fólkið. Þetta hafi verið gert þrisvar án viðvörunar. Fleiri mótmælendur hafa lýst óþyrmilegri valdbeitingu löggæslumanna, en aðrir í hópi þeirra benda á að lögreglan sé fámenn og ekki undir slík fjöldamótmæli búin. Tiltölulega fáir hafi særst og lögreglan því staðið sig vel miðað við aðstæður. klemens@frettabladid.is Gas Hér sést hvernig konan teygir sig út yfir grindverkið og úðar á þá sem fyrir neðan eru. Mynd/Páll Hilmarsson Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Lögreglustjóri segir að athugað verði hvort lögreglumenn hafi gengið of langt í valdbeitingu, en ljósmyndir virðast benda til þess. Lögreglumennirnir verði þá kærðir til ríkissaksóknara. Reglur um valdbeitingarheimildir eru ekki aðgengilegar almenningi.„Að sjálfsögðu fer lögreglan yfir atburði síðustu daga og finni hún dæmi um að lögreglumenn hafi farið yfir strikið, verður kæru eða ábendingu komið til ríkissaksóknara. Þetta segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri.Séð inn gangstíginn Lögreglukonan virðir hér fyrir sér kvikmyndatökumann, sem fékk síðar úðann yfir sig. Henni virðist ekki standa ógn af honum. Mynd/Páll HilmarssonHann var spurður um ásakanir um harðræði lögreglu í mótmælunum og sérstaklega mál Páls Hilmarssonar ljósmyndara sem ætlar að kæra lögreglukonu sem mun hafa sprautað í andlit hans og fleiri manna, án þess að það hefði sýnilegan tilgang. „Ég þekki það ekki, en ég er alveg sannfærður um það að menn eiga fjölmargar myndir af því sem þarna gerist og það er eflaust hægt að setja það í slæmt ljós,“ segir Stefán. Aldrei líti huggulega út þegar lögregla neyðist til að beita valdi og það geri hún ekki nema nauðsynlegt sé. Um slíka valdbeitingu gildi skýrar reglur. Spurður um þessar reglur, það er hvenær og hvernig lögregla megi beita valdi, segir Stefán að þær séu ekki aðgengilegar almenningi. Talið sé nauðsynlegt vegna öryggis lögreglumanna að þær séu ekki á allra vitorði og úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi staðfest þá túlkun. Páll Hilmarsson hefur lýst því hvernig lögreglukona ein stóð í öruggri fjarlægð frá mótmælendum bak við grindverk. Hún hafi svo gengið að grindverkinu fyrirvaralaust og sprautað yfir fólkið. Þetta hafi verið gert þrisvar án viðvörunar. Fleiri mótmælendur hafa lýst óþyrmilegri valdbeitingu löggæslumanna, en aðrir í hópi þeirra benda á að lögreglan sé fámenn og ekki undir slík fjöldamótmæli búin. Tiltölulega fáir hafi særst og lögreglan því staðið sig vel miðað við aðstæður. klemens@frettabladid.is Gas Hér sést hvernig konan teygir sig út yfir grindverkið og úðar á þá sem fyrir neðan eru. Mynd/Páll Hilmarsson
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira