Innlent

Ástþór: Rifist um plástra sem passa á meiddið

Ástþór Magnússon í Útvarpshúsinu við Efstaleiti.i
Ástþór Magnússon í Útvarpshúsinu við Efstaleiti.i MYND/Anton Brink
„Ég verð að segja það í fyrsta lagi þá líður mér hérna eins og ég sé kominn á Borgarspítala og nýbúið sé að draga mig úr einhverjum rústum eftir stóran jarðskjálfta og hjúkkurnar á sjúkrastofunni eru að rífast um það um það hvaða plástrar passi á meiddið," sagði Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar.

Ástþór tók þátt í umræðuþætti með leiðtogum stjórnmálaflokkanna á Ríkissjónvarpinu í kvöld. Hann sagði að núverandi stjórnkerfi væri rotið. „Við þurfum að skipta út kerfinu."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×