Enski boltinn

Chelsea neitar fréttum um Kaka

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kaka fagnar marki í leik með AC Milan.
Kaka fagnar marki í leik með AC Milan. Nordic Photos / AFP
Chelsea brást skjótt við þeirri frétt sem birtist nú síðdegis á heimasíðu Sky Sports að félagið hefði sett fram risatilboð í Brasilíumanninn Kaka hjá AC Milan.

Sky Sports sagðist hafa heimildir fyrir því að Chelsea hafi lagt fram tilboð upp á 73,5 milljónir punda í Kaka. Því neitar félagið.

„Við höfum sent AC Milan tilboð í Kaka og sannarlega ekki svo myndarlegt tilboð. Við höfum heldur ekki rætt við leikmanninn um launamál. Allar fréttir um hið gagnstæða eru algerlega rangar."


Tengdar fréttir

Chelsea með risatilboð í Kaka

Chelsea hefur boðið 73,5 milljónir punda í Brasilíumanninn Kaka hjá AC Milan eftir því sem heimildir fréttastofu Sky Sports herma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×