Töfrandi dúett með Beck 20. júní 2009 09:00 Þórunn Antonía og Beck stilla saman strengi sína á nýrri plötu tónlistarmannsins sem er reyndar endurgerð á hinni sígildu The Velvet Underground & Nico plötu. Mynd/Stefán Söngkonan Þórunn Antonía segir það mikinn heiður að hafa tekið upp plötu með tónlistarmanninum Beck. Frekara samstarf þeirra tveggja er hugsanlegt. Beck, sem er búsettur í Los Angeles, hefur sett á fót verkefni þar sem hann tekur upp eigin útgáfur af þekktum plötum á aðeins einum degi án nokkurs undirbúnings og birtir afraksturinn á netinu. Fyrir upptökurnar á hinni sígildu Velvet Underground & Nico var hóað í Þórunni Antoníu með nánast engum fyrirvara og hún beðin um að taka þátt. „Þetta var alveg æðislegt. Ég var í Los Angeles í tvo og hálfan mánuð að syngja með hljómsveit sem heitir thenewno2 sem Dhani, sonur George Harrison, er í. Ég fékk SMS frá vinum mínum einn morguninn þar sem var spurt: „Viltu koma að syngja með Beck í dag?" Ég sagði: „Já, ekkert mál"," segir Þórunn. Þegar hún mætti í hljóðverið var vinur hennar, hinn heimsfrægi upptökustjóri Nigel Godrich sem hefur unnið með Beck og Radiohead, þar staddur ásamt tónleikabandi Beck og auðvitað Beck sjálfum. Þakkaði hann Þórunni kærlega fyrir komuna og skömmu síðar hófust upptökur. Hljóp Þórunn þarna í skarðið fyrir tónlistarmanninn Devendra Banhart sem átti að vera í hlutverki söngkonunnar Nico. „Honum leist rosalega vel á mig," segir hún um Beck. „Hann lét mig syngja sólólög og gera dúetta með sér. Við vorum þarna frá tólf á hádegi til tólf á miðnætti og ég spilaði á sítar í einu lagi og tambúrínu í öðru. Ég vissi ekkert hvað myndi verða úr þessu og var ekkert að pæla í þessu. Ég átti bara frábæran dag með góðum hljóðfæraleikurum," segir hún. „Svo hringdi Beck í mig og bauð mér í heimsókn og ég hlustaði á plötuna heima hjá honum í Los Angeles. Hann sagði að það hefði verið töfrandi stund þegar við sungum saman." Að sögn Þórunnar var Beck mjög áhugasamur um að starfa aftur með henni í framtíðinni. „Það eru mjög góðar fréttir fyrir mig að fá hrós frá svona manni," segir hún og útilokar ekki að fá aðstoð frá Beck við gerð sólóplötu sinnar sem er í undirbúningi. Afraksturinn af samstarfi þeirra er þegar kominn á netið. Geta áhugasamir séð Beck og Þórunni syngja dúett í laginu Sunday Morning á heimasíðunni Beck.com. Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Fleiri fréttir Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Sjá meira
Söngkonan Þórunn Antonía segir það mikinn heiður að hafa tekið upp plötu með tónlistarmanninum Beck. Frekara samstarf þeirra tveggja er hugsanlegt. Beck, sem er búsettur í Los Angeles, hefur sett á fót verkefni þar sem hann tekur upp eigin útgáfur af þekktum plötum á aðeins einum degi án nokkurs undirbúnings og birtir afraksturinn á netinu. Fyrir upptökurnar á hinni sígildu Velvet Underground & Nico var hóað í Þórunni Antoníu með nánast engum fyrirvara og hún beðin um að taka þátt. „Þetta var alveg æðislegt. Ég var í Los Angeles í tvo og hálfan mánuð að syngja með hljómsveit sem heitir thenewno2 sem Dhani, sonur George Harrison, er í. Ég fékk SMS frá vinum mínum einn morguninn þar sem var spurt: „Viltu koma að syngja með Beck í dag?" Ég sagði: „Já, ekkert mál"," segir Þórunn. Þegar hún mætti í hljóðverið var vinur hennar, hinn heimsfrægi upptökustjóri Nigel Godrich sem hefur unnið með Beck og Radiohead, þar staddur ásamt tónleikabandi Beck og auðvitað Beck sjálfum. Þakkaði hann Þórunni kærlega fyrir komuna og skömmu síðar hófust upptökur. Hljóp Þórunn þarna í skarðið fyrir tónlistarmanninn Devendra Banhart sem átti að vera í hlutverki söngkonunnar Nico. „Honum leist rosalega vel á mig," segir hún um Beck. „Hann lét mig syngja sólólög og gera dúetta með sér. Við vorum þarna frá tólf á hádegi til tólf á miðnætti og ég spilaði á sítar í einu lagi og tambúrínu í öðru. Ég vissi ekkert hvað myndi verða úr þessu og var ekkert að pæla í þessu. Ég átti bara frábæran dag með góðum hljóðfæraleikurum," segir hún. „Svo hringdi Beck í mig og bauð mér í heimsókn og ég hlustaði á plötuna heima hjá honum í Los Angeles. Hann sagði að það hefði verið töfrandi stund þegar við sungum saman." Að sögn Þórunnar var Beck mjög áhugasamur um að starfa aftur með henni í framtíðinni. „Það eru mjög góðar fréttir fyrir mig að fá hrós frá svona manni," segir hún og útilokar ekki að fá aðstoð frá Beck við gerð sólóplötu sinnar sem er í undirbúningi. Afraksturinn af samstarfi þeirra er þegar kominn á netið. Geta áhugasamir séð Beck og Þórunni syngja dúett í laginu Sunday Morning á heimasíðunni Beck.com.
Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Fleiri fréttir Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Sjá meira