JóJó bjargar heimilislausum í New York Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2009 08:30 JóJó ætlar með upplög nýjustu plötu sinnar í súpueldhús í New York þar sem heimilislausir geta gripið nokkra diska og selt sér til viðurværis. „Það eru 99 prósent líkur á að af verði. Kók [Vífilfell] vill gera þetta með mér,“ segir JóJó, hinn hjartahlýi trúbador götunnar, sem nú beinir sjónum að bágstöddum og heimilislausum New York-búum. Hugmynd JóJó er skemmtileg. Hann hyggst gefa hinum ýmsu súpueldhúsum í heimsborginni upplög af nýjasta diski sínum, þeim sem hann gaf nýverið út til styrktar málefnum Hjartaverndar. Þá gætu heimilislausir sem koma við í eldhúsunum gripið með sér nokkur eintök disksins og selt á götum úti sér til viðurværis. Sjálfur er JóJó hinn hógværasti og segir þetta gamla hugmynd sem hann kynntist til dæmis úti í Danmörku en þar gátu heimilislausir tekið blöð og selt til að eiga skotsilfur. „Ég fer þetta eins og skjaldbakan. Sem vann hérann. Verkefnið heitir ‚Greetings from Street JoJo in Iceland‘. Götugæi að bjarga heiminum,“ hlær trúbadorinn og ætlar þá í fleiri borgir og til Kanada með plötuna. Hann ætlar að vanda til verksins því þetta gæti orðið til kynningar á íslenskri tónlist. Verkefnið verður svo tengt því sem kynnt verður sem ‚Street JoJo and the Waterrevolution‘. JóJó vinnur nú að því að vinna plötu sína á ensku en miklir snillingar komu að gerð hennar: Gunnar Þórðarson, Magnús Eiríksson, Sálin og fleiri auk þess sem hann var með landslið söngvara til að syngja með sér á plötuna: Egil Ólafs, Valgeir Guðjóns, Pálma Gunnars, Pál Rósenkranz, Daníel Ágúst og Krumma svo fáir séu nefndir. Undirleikurinn er klár sem og textar á ensku. En einhver laganna verða á íslensku. „Ég vil ekki að þetta sé eins og ég skammist mín fyrir tungumálið,“ segir JóJó fjallbrattur. Mest lesið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Sjá meira
„Það eru 99 prósent líkur á að af verði. Kók [Vífilfell] vill gera þetta með mér,“ segir JóJó, hinn hjartahlýi trúbador götunnar, sem nú beinir sjónum að bágstöddum og heimilislausum New York-búum. Hugmynd JóJó er skemmtileg. Hann hyggst gefa hinum ýmsu súpueldhúsum í heimsborginni upplög af nýjasta diski sínum, þeim sem hann gaf nýverið út til styrktar málefnum Hjartaverndar. Þá gætu heimilislausir sem koma við í eldhúsunum gripið með sér nokkur eintök disksins og selt á götum úti sér til viðurværis. Sjálfur er JóJó hinn hógværasti og segir þetta gamla hugmynd sem hann kynntist til dæmis úti í Danmörku en þar gátu heimilislausir tekið blöð og selt til að eiga skotsilfur. „Ég fer þetta eins og skjaldbakan. Sem vann hérann. Verkefnið heitir ‚Greetings from Street JoJo in Iceland‘. Götugæi að bjarga heiminum,“ hlær trúbadorinn og ætlar þá í fleiri borgir og til Kanada með plötuna. Hann ætlar að vanda til verksins því þetta gæti orðið til kynningar á íslenskri tónlist. Verkefnið verður svo tengt því sem kynnt verður sem ‚Street JoJo and the Waterrevolution‘. JóJó vinnur nú að því að vinna plötu sína á ensku en miklir snillingar komu að gerð hennar: Gunnar Þórðarson, Magnús Eiríksson, Sálin og fleiri auk þess sem hann var með landslið söngvara til að syngja með sér á plötuna: Egil Ólafs, Valgeir Guðjóns, Pálma Gunnars, Pál Rósenkranz, Daníel Ágúst og Krumma svo fáir séu nefndir. Undirleikurinn er klár sem og textar á ensku. En einhver laganna verða á íslensku. „Ég vil ekki að þetta sé eins og ég skammist mín fyrir tungumálið,“ segir JóJó fjallbrattur.
Mest lesið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Sjá meira