Enski boltinn

Sbragia bjargaði Sunderland og sagði af sér

NordicPhotos/GettyImages

Ricky Sbragia, stjóri Sunderland, sagði starfi sínu lausu eftir að ljóst varð að liðið héldi sæti sínu í úrvalsdeildinni í dag þrátt fyrir 3-2 tap fyrir Chelsea.

"Ég er búinn að ræða við stjórnina og að mínu mati þarf félagið stærra nafn til að koma klúbbunum áfram. Ég er búinn að gera allt sem ég ætlaði mér þegar ég var fenginn til að taka við og halda liðinu uppi," sagði Sbragia sem tók við í desember sl. eftir að Roy Keane hætti.

Hann stýrði liðinu til sigurs í fyrstu tveimur leikjunum eftir að hann tók við og þá var ekki útlit fyrir annað en að liðið næði auðveldlega að halda sæti sínu í deildinni.

Liðið vann hinsvegar aðeins þrjá leiki undir hans stjórn eftir það og mátti þakka fyrir að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×