Enski boltinn

Einn sigur í síðustu 22 leikjunum dugði Hull

Phil Brown tók lagið eftir leikinn í dag
Phil Brown tók lagið eftir leikinn í dag Nordic Photos/Getty Images

Phil Brown, knattspyrnustjóri Hull, kallaði það mesta afrek á þjálfaraferlinum að halda liðinu í úrvalsdeildinni á sínu fyrsta ári á meðal þeirra bestu.

Það er vissulega frábær árangur hjá Brown og Hull var öskubuskuævintýri af bestu gerð fyrir áramót.

Á vordögum hefur hinsvegar hallað undan fæti og liðið vann aðeins einn sigur í síðustu 22 leikjum sínum í deildinni.

"Taugarnar voru sannarlega þandar í dag og þetta hefur verið mikil rússíbanareið. Þetta er klárlega stærsta afrek mitt á þjálfaraferlinum, en ég hafði mikinn metnað fyrir því að vera stjóri í úrvalsdeildinni þegar ég yrði fimmtugur," sagði Brown eftir leikinn, en hann verður fimmtugur í næstu viku. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×