Enski boltinn

Blackburn hafnaði boði í Santa Cruz

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roque Santa Cruz í leik með Blackburn.
Roque Santa Cruz í leik með Blackburn. Nordic Photos / Getty Images

Manchester City hefur staðfest að Blackburn hafi hafnað nýju tilboði félagsins í sóknarmanninn Roque Santa Cruz.

City hefur sett fram nokkur tilboð í Cruz í mánuðinum en þeim hefur öllum verið hafnað. Fyrr í dag ítrekaði Santa Cruz vilja sinn að fara til City en Sam Allardyce, stjóri Blackburn, er harðákveðinn í að halda sínum sterkustu leikmönnum.

Mark Hughes, knattspyrnustjóri City, staðfesti einnig að félagið hafi sett fram nýtt tilboð í Shay Given, markvörð Newcastle.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×