Enski boltinn

Gillingham í ensku C-deildina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Simeon Jackson var hetja Gillingham í dag.
Simeon Jackson var hetja Gillingham í dag. Nordic Photos / Getty Images

Simeon Jackson var hetja Gillingham sem tryggði sér í dag sæti í ensku C-deildinni með sigri á Shrewsbury á Wembley í dag.

Jackson skoraði eina mark leiksins með skalla á lokamínútu leiksins eftir hornspyrnu Josh Wright.

Brentford, Exeter og Wycombe voru þegar búin að tryggja sér sæti í C-deildinni en Gillingham fór í umspil með Bury, Rochdale og Shrewsbury.

Northampton, Crewe, Cheltenham og Hereford féllu úr C-deildinni í vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×