Enski boltinn

Lærisveinar Guðjóns lágu á heimavelli í fyrsta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjóns Þórðarson, stjóri Crewe Alexandra.
Guðjóns Þórðarson, stjóri Crewe Alexandra. Mynd/Daníel
Það byrjar ekki vel hjá Crewe Alexandra, liði Guðjóns Þórðarsonar, í ensku d-deildinni en liðið tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Dagenham & Redbridge í fyrstu umferð deildarinnar í dag.

Dagenham & Redbridge skoraði sigurmark sitt sextán mínútum fyrir leikslok og aðeins tveimur mínútum eftir að Crewe hafði jafnað leikinn. Þetta var fyrsti leikur Crewe í neðstu deild í sextán ár en liðið féll úr C-deildinni síðasta vor

Jon Nurse kom Dagenham & Redbridge yfir í 1-0 tveimur mínútum fyrir hálfleik. Varamaðurinn Byron Moore jafnaði leikinn fyrir Crewe á 72. mínútu aðeins sex mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Það var síðan Paul Benson sem skoraði sigurmark Dagenham & Redbridge á 74. mínútu leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×