Innlent

Enn óljóst um þingrof

Enn er óljóst hvenær þing verður rofið en nú eru níu dagar til alþingiskosninga. Þingfundur stóð fram á nótt og tókst að ljúka nokkrum málum en enn er óljóst um afdrif þeirra stjórnarskrárbreytinga sem ræddar hafa verið undanfarnar vikur.

Fundað verður í sérnefnd um stjórnarskrármál núna klukkan átta og þar ætla menn að freista þess að ná samkomulagi í málinu. Fallið hefur verið frá ákvæðinu um stjórnlagaþing en menn takast enn á um önnur mál eins og ákvæði um að auðlindir verði í eigu þjóðarinnar. Þingfundur á síðan að hefjast klukkan hálfellefu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×