Forseti klámkynslóðarinnar Atli Fannar Bjarkason skrifar 30. október 2009 10:00 „Ég hef aldrei verið jafn nálægt því að hengja mig og þegar ég fékk Bahama-lagið á heilann,“ segir Emmsjé Gauti. Vísir/Anton Brink Hann er einn af fáum Íslendingum sem hefur lent í opinberu kynlífshneyksli og var í kjölfarið kallaður forseti klámkynslóðarinnar af Erpi Eyvindarsyni. Svar hans við því var einfalt: „Nei, þú“ en Emmsjé Gauti á fleiri góð svör við fávísum fullyrðingum og spurningum POPPS. Hann var að senda frá sér lag, ætlar að spila eins og brjálæðingur á næstunni og er ekki aðdáandi Ingós i Veðurguðunum – svo vægt sé til orða tekið. Emmsjé Gauti, gjörið svo vel. Á ökuskírteini Emmsjé Gauta stendur Gauti Þeyr Másson. Þegar við hittumst er hann mjög stísaður. Miklu stísaðri en ég – en hér má lesa útskýringuna á orðinu:STÍSAÐUR L óforml. • í stíl, vel til hafður, flottur í tauinu.Nýja sándið heillar Gauti er tvítugur barþjónn í Reykjavík. Hann stefnir á plötu í byrjun næsta árs, sendi nýlega frá sér lagið Bara ég og vinnur að því að koma því í spilun. Þangað til geta æstir lesendur hlustað á lagið á Youtube. Lagið er poppað – tekur mið af því sem er að gerast í hipp hopp-senunni í Bandaríkjunum og Gauti viðurkennir það. Fáviska mín um hipp hopp er ærandi. Ég hoppa út í djúpu laugina og nefni tónlist eins manns sem gæti hugsanlega fallið undir sama hatt – eða sama sirkustjald og Emmsjé Gauti: Lil‘ Wayne. „Ég hlusta mikið á Lil‘ Wayne, þó að hann sé ekki besti textahöfundurinn í heiminum, né besti rapparinn eða söngvarinn. Það er eitthvað við þetta nýja sánd sem nær mér.“Eins og Kanye West? Eða er hann búinn að missa það? „Mér finnst gamla stöffið hans betra en nýja. Svo hefur eitthvað farið í hausnum á honum, eins og kastið sem hann tók á MTV-verðlaununum. Ég er að pæla í að púlla þetta á Eddunni! Hrifsa mikrófóninn af Erni Árnasyni …“Kynlífshneykslið Þegar Gauti gaf út sína fyrstu plötu fyrir þremur árum birtist frétt um hana í DV undir fyrirsögninni: „Gefur út plötu í kjölfar kynlífshneykslis.“ Grófum myndir af sumarbústaðarferð vinahóps var lekið á Netið og Gauti var í eldlínunni. „Við vorum í sumarbústað og allir voru fullir og vitlausir og naktir,“ segir Gauti. „Það trúir mér enginn, en það sem lítur út fyrir að vera í gangi á myndinni var ekki í gangi. Þetta lítur út eins og eitthvað úr Hustler.“ Myndin fór víða um Netið, en Gauti gerði reginmistök þegar hann sendi myndirnar sjálfur til frænda síns og vinnufélaga. „Mamma sagðist ekki geta klippt þessa grein út og hengt upp við hliðina á öðrum greinum.“Greinin sem birtist í DV.Blastaði Rottweiler með syni Jónínu Bjartmarz Við skeggræðum um popptónlist og erum sammála um að popp sé töff í dag, en fyrir nokkrum árum var það nánast eins og lítillækkandi bannorð. „Mér finnst pjúra hipp hopp, bara rapp, ekki skemmtilegt. Ég er ekki að segja að öndergránd rapp sé lélegt – Atmosphere er uppáhaldshljómsveitin mín. En mér finnst þurfa að vera einhverjar melódíur og eitthvað sem nær manni.“ Þegar maður spjallar um íslenskt hipp hopp kemur hljómsveitin XXX Rottweiler ósjálfrátt upp. Hún ýtti á að Gauti byrjaði að semja rapptónlist á sínum tíma og hann man vel eftir fjaðrafokinu sem skapaðist í kjölfar útgáfu fyrstu plötunnar. Jónína Bjartmarz, þáverandi alþingismaður Framsóknarflokksins, barðist gegn plötunni með kjafti og klóm, en Gauti, þá tólf ára, lét sér fátt um finnast og rifjar upp góða sögu: „Þegar Jónína var í viðtölum að reyna að láta banna plötuna sat ég með syni hennar að blasta Rottweiler, með hana á mjút í sjónvarpinu.“Abbó út í Rottweiler Rottweilerhundarnir troðfylltu Nasa á dögunum ásamt Ultra Mega Technobandinu Stefáni. Stemningin á meðan hundarnir spiluðu var jafnsveitt og á skólaballi á Borg í Grímsnesi 2001, sem er sveitt áminning um að hipp hopp lifir góðu lífi á Íslandi.Dreymir þá sem eru að gera hipp hopp um að ná sama árangri og Rottweiler náði á sínum tíma? „Veistu, þeir fengu mig og Dabba T upp á svið í síðasta laginu og ég var svo abbó. Mig langaði að rífa mækinn af þeim. Þetta var ógeðslega gaman. Það er ekkert skemmtilegra en að standa upp á sviði þegar það er góð stemning í salnum.“ Þegar talið berst að grúppíum segist Gauti hafa séð að Rottweilerhundarnir hafi verið segull á þær. Sjálfur er hann á föstu og ég var búinn að heyra að sú heppna væri dóttir útvarpsmannsins Óla Palla á Rás 2. Tengdapabbar geta verið harðir í horn að taka og Gauti vill lítið ræða um hann, enda auðvelt að misstíga sig þegar umræðuefnið er jafneldfimt og maðurinn sem ber ábyrgð á tilvist kærustunnar. „Ef maður segir eitthvað rangt um U2 sem dæmi, þá verður ekki aftur snúið. (hlær) En Óli er góður gaur.“Ingó ekki í náðinni Lítil læti hafa verið í hipp hopp-senunni á Íslandi undanfarið. Þeir sem standa fyrir utan senuna heyra ekki lög þar sem rapparar keppast við að rakka niður hver annan og Prikið er í dag friðsæll staður þar sem menn slaka á með einn íííískaldan. Gauti segir að vesenið virki ekki. „Maður er í liði með einum gaur og svo er vinur manns í liði með hinum gaurnum. Þeir eru vinir og þetta er ekki hægt – það er betra að vera vinir og hata í laumi.“ En það eru ekki allir í náðinni hjá Gauta. Hann kann til dæmis ekki að meta það sem hinn sykursæti Ingó er að gera með hljómsveit sinni Veðurguðunum. „Ég vil skila til Ingós að mér finnst að það ætti að banna hann í útvarpi, sjónvarpi og úti á götu! Þetta er bara horbjóður. Sorrí með mig, ég þekki manninn ekki persónulega. Þessi tónlist sem hann er að gera – Guð minn almáttugur.“Er þetta ekki bara það eina sem virkar á Íslandi? „Jú, þetta virkar. En ég hef aldrei verið jafn nálægt því að hengja mig og þegar ég fékk Bahama-lagið á heilann … Bahama … eeeyja. Þetta er rugl.“ Fram undan hjá Gauta er mikil spilamennska („reyna að taka sem mest af því, það er langskemmtilegast), meðal annars með rapparanum Didda Felix úr Forgotten Lores, og vinna enn frekar að plötunni. Hann er kominn með sjö lög og ætlar að halda áfram að bæta í sarpinn. Þá rappar hann í lagi á plötu Erps Eyvindarsonar, sem ætti að vera væntanleg fyrir jól. Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Fleiri fréttir Stórir eyrnarlokkar í gellupartýi Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Sjá meira
Hann er einn af fáum Íslendingum sem hefur lent í opinberu kynlífshneyksli og var í kjölfarið kallaður forseti klámkynslóðarinnar af Erpi Eyvindarsyni. Svar hans við því var einfalt: „Nei, þú“ en Emmsjé Gauti á fleiri góð svör við fávísum fullyrðingum og spurningum POPPS. Hann var að senda frá sér lag, ætlar að spila eins og brjálæðingur á næstunni og er ekki aðdáandi Ingós i Veðurguðunum – svo vægt sé til orða tekið. Emmsjé Gauti, gjörið svo vel. Á ökuskírteini Emmsjé Gauta stendur Gauti Þeyr Másson. Þegar við hittumst er hann mjög stísaður. Miklu stísaðri en ég – en hér má lesa útskýringuna á orðinu:STÍSAÐUR L óforml. • í stíl, vel til hafður, flottur í tauinu.Nýja sándið heillar Gauti er tvítugur barþjónn í Reykjavík. Hann stefnir á plötu í byrjun næsta árs, sendi nýlega frá sér lagið Bara ég og vinnur að því að koma því í spilun. Þangað til geta æstir lesendur hlustað á lagið á Youtube. Lagið er poppað – tekur mið af því sem er að gerast í hipp hopp-senunni í Bandaríkjunum og Gauti viðurkennir það. Fáviska mín um hipp hopp er ærandi. Ég hoppa út í djúpu laugina og nefni tónlist eins manns sem gæti hugsanlega fallið undir sama hatt – eða sama sirkustjald og Emmsjé Gauti: Lil‘ Wayne. „Ég hlusta mikið á Lil‘ Wayne, þó að hann sé ekki besti textahöfundurinn í heiminum, né besti rapparinn eða söngvarinn. Það er eitthvað við þetta nýja sánd sem nær mér.“Eins og Kanye West? Eða er hann búinn að missa það? „Mér finnst gamla stöffið hans betra en nýja. Svo hefur eitthvað farið í hausnum á honum, eins og kastið sem hann tók á MTV-verðlaununum. Ég er að pæla í að púlla þetta á Eddunni! Hrifsa mikrófóninn af Erni Árnasyni …“Kynlífshneykslið Þegar Gauti gaf út sína fyrstu plötu fyrir þremur árum birtist frétt um hana í DV undir fyrirsögninni: „Gefur út plötu í kjölfar kynlífshneykslis.“ Grófum myndir af sumarbústaðarferð vinahóps var lekið á Netið og Gauti var í eldlínunni. „Við vorum í sumarbústað og allir voru fullir og vitlausir og naktir,“ segir Gauti. „Það trúir mér enginn, en það sem lítur út fyrir að vera í gangi á myndinni var ekki í gangi. Þetta lítur út eins og eitthvað úr Hustler.“ Myndin fór víða um Netið, en Gauti gerði reginmistök þegar hann sendi myndirnar sjálfur til frænda síns og vinnufélaga. „Mamma sagðist ekki geta klippt þessa grein út og hengt upp við hliðina á öðrum greinum.“Greinin sem birtist í DV.Blastaði Rottweiler með syni Jónínu Bjartmarz Við skeggræðum um popptónlist og erum sammála um að popp sé töff í dag, en fyrir nokkrum árum var það nánast eins og lítillækkandi bannorð. „Mér finnst pjúra hipp hopp, bara rapp, ekki skemmtilegt. Ég er ekki að segja að öndergránd rapp sé lélegt – Atmosphere er uppáhaldshljómsveitin mín. En mér finnst þurfa að vera einhverjar melódíur og eitthvað sem nær manni.“ Þegar maður spjallar um íslenskt hipp hopp kemur hljómsveitin XXX Rottweiler ósjálfrátt upp. Hún ýtti á að Gauti byrjaði að semja rapptónlist á sínum tíma og hann man vel eftir fjaðrafokinu sem skapaðist í kjölfar útgáfu fyrstu plötunnar. Jónína Bjartmarz, þáverandi alþingismaður Framsóknarflokksins, barðist gegn plötunni með kjafti og klóm, en Gauti, þá tólf ára, lét sér fátt um finnast og rifjar upp góða sögu: „Þegar Jónína var í viðtölum að reyna að láta banna plötuna sat ég með syni hennar að blasta Rottweiler, með hana á mjút í sjónvarpinu.“Abbó út í Rottweiler Rottweilerhundarnir troðfylltu Nasa á dögunum ásamt Ultra Mega Technobandinu Stefáni. Stemningin á meðan hundarnir spiluðu var jafnsveitt og á skólaballi á Borg í Grímsnesi 2001, sem er sveitt áminning um að hipp hopp lifir góðu lífi á Íslandi.Dreymir þá sem eru að gera hipp hopp um að ná sama árangri og Rottweiler náði á sínum tíma? „Veistu, þeir fengu mig og Dabba T upp á svið í síðasta laginu og ég var svo abbó. Mig langaði að rífa mækinn af þeim. Þetta var ógeðslega gaman. Það er ekkert skemmtilegra en að standa upp á sviði þegar það er góð stemning í salnum.“ Þegar talið berst að grúppíum segist Gauti hafa séð að Rottweilerhundarnir hafi verið segull á þær. Sjálfur er hann á föstu og ég var búinn að heyra að sú heppna væri dóttir útvarpsmannsins Óla Palla á Rás 2. Tengdapabbar geta verið harðir í horn að taka og Gauti vill lítið ræða um hann, enda auðvelt að misstíga sig þegar umræðuefnið er jafneldfimt og maðurinn sem ber ábyrgð á tilvist kærustunnar. „Ef maður segir eitthvað rangt um U2 sem dæmi, þá verður ekki aftur snúið. (hlær) En Óli er góður gaur.“Ingó ekki í náðinni Lítil læti hafa verið í hipp hopp-senunni á Íslandi undanfarið. Þeir sem standa fyrir utan senuna heyra ekki lög þar sem rapparar keppast við að rakka niður hver annan og Prikið er í dag friðsæll staður þar sem menn slaka á með einn íííískaldan. Gauti segir að vesenið virki ekki. „Maður er í liði með einum gaur og svo er vinur manns í liði með hinum gaurnum. Þeir eru vinir og þetta er ekki hægt – það er betra að vera vinir og hata í laumi.“ En það eru ekki allir í náðinni hjá Gauta. Hann kann til dæmis ekki að meta það sem hinn sykursæti Ingó er að gera með hljómsveit sinni Veðurguðunum. „Ég vil skila til Ingós að mér finnst að það ætti að banna hann í útvarpi, sjónvarpi og úti á götu! Þetta er bara horbjóður. Sorrí með mig, ég þekki manninn ekki persónulega. Þessi tónlist sem hann er að gera – Guð minn almáttugur.“Er þetta ekki bara það eina sem virkar á Íslandi? „Jú, þetta virkar. En ég hef aldrei verið jafn nálægt því að hengja mig og þegar ég fékk Bahama-lagið á heilann … Bahama … eeeyja. Þetta er rugl.“ Fram undan hjá Gauta er mikil spilamennska („reyna að taka sem mest af því, það er langskemmtilegast), meðal annars með rapparanum Didda Felix úr Forgotten Lores, og vinna enn frekar að plötunni. Hann er kominn með sjö lög og ætlar að halda áfram að bæta í sarpinn. Þá rappar hann í lagi á plötu Erps Eyvindarsonar, sem ætti að vera væntanleg fyrir jól.
Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Fleiri fréttir Stórir eyrnarlokkar í gellupartýi Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Sjá meira