Enski boltinn

Tókum ekki óþarfa áhættu er við sömdum við Bullard

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jimmy Bullard í sínum fyrsta og eina leik með Hull til þessa.
Jimmy Bullard í sínum fyrsta og eina leik með Hull til þessa. Nordic Photos / Getty Images
Paul Duffen, stjórnarformaður Hull City, segir að félagið hafi ekki tekið mikla áhættu er liðið keypti Jimmy Bullard frá Fulham fyrir fimm milljónir punda.

Bullard meiddist strax í fyrsta leik með liðinu og nú er komið í ljós að hann verður ekki meira með á tímabilinu.

Hann var á sínum tíma frá í átján mánuði vegna krossbandsslita. Þau meiðsli hafa að einhverjum hluta tekið sig upp.

„Við tókum ekki meira áhættu er við sömdum við Bullard frekar en aðrir knattspyrnumenn ættu í hlut," sagði Duffen. „Jimmy hafði vissulega gengist undir erfiða aðgerð en náði að spila 45 leiki eftir aðgerðina."

„Þetta er bara dæmi um virkilega slæma tímasetningu. Þetta eru vissulega vonbrigði en við gerðum fjögurra og hálfs árs samning við félagið og getum við notað Jimmy sem glænýjan leikmann á næsta tímabili."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×