Öll úrvalsdeildarliðin áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2009 21:33 Steven Fletcher fagnar öðru marka sinna í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Öll þau átta úrvalsdeildarlið sem voru í eldlínunni í ensku deildabikarkeppninni í kvöld komust áfram í þriðju umferð keppninnar. Leikur West Ham og Millwall var dramatískur en fyrir leik brutust út óeirðir þar sem einn maður hlaut stungusár. Hann er þó ekki talinn í lífshættu. Millwall náði forystunni á 26. mínútu með marki Neil Harris og var allt útlit fyrir að það myndi reynast sigurmark leiksins. Junior Stanislas náði svo að jafna metin á 87. mínútu eftir fyrirgjöf Julian Faubert. Stanislas kom svo West Ham yfir með marki úr vítaspyrnu í framlengingunni og Zavon Hines skoraði þriðja leikinn. Til að bæta gráu á svart hlupu áhorfendur inn á völlinn áður en leiknum lauk. Þó tókst að klára leikinn fyrir rest. Grétar Rafn Steinsson var á bekknum hjá Bolton sem vann 1-0 sigur á Tranmere á útivelli. Mark Davies skoraði mark Bolton undir lok fyrri hálfleiks. Reading tapaði fyrir Barnsley á heimavelli, 2-1. Brynjar Björn Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Reading en Gylfi Sigurðsson var á bekknum. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu uppbótartíma leiksins. Heiðar Helguson kom ekki við sögu í 2-1 sigri QPR á Accrington Stanley á heimavelli. Staðan var markalaus í hálfleik. Þá vann Portsmouth 4-1 sigur á Hereford. Hermann Hreiðarsson er enn meiddur og var ekki í leikmannahópi Portsmouth. Þá vann Burnley 2-1 sigur á Hartlepool eftir að hafa lent undir. Steven Fletcher jafnaði metin á 84. mínútu leiksins fyrir Burnley og skoraði svo sigurmarkið í síðari hálfleik framlengingarinnar. Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn fyrir Burnley. Ármann Smári Björnsson var á meðal áhorfenda í kvöld en hann samdi í dag við Hartlepool. Þá vann Blackburn sigur á Gillingham, 3-1. Hull vann Southend með sama mun og Wolves vann sigur á Swindon í vítaspyrnukeppni, 6-5, eftir markalausan framlengdan leik. Úrslit kvöldsins: Gillingham - Blackburn 1-3 Hartlepool - Burnley 1-2, eftir framlengdan leik Hull - Southend 3-1 Leeds - Watford 2-1, eftir framlengdan leik Nottingham Forest - Middlesbrough 2-1, eftir framlengdan leik Peterborough - Ipswich 2-1 Portsmouth - Hereford 4-1 Port Vale - Sheffield Wednesday 2-0 Preston - Leicester 2-1 QPR - Accrington Stanley 2-1 Reading - Barnley 1-2 Southampton - Birmingham 1-2 Swansea - Scunthorpe 1-2, eftir framlengdan leik Tranmere - Bolton 0-1 West Ham - Millwall 2-1, eftir framlengdan leik Wolves - Swindon 0-0, Wolves vann, 6-5, eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Fótbolti Fleiri fréttir Goðsögn Manchester United segir að félagið sé að eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira
Öll þau átta úrvalsdeildarlið sem voru í eldlínunni í ensku deildabikarkeppninni í kvöld komust áfram í þriðju umferð keppninnar. Leikur West Ham og Millwall var dramatískur en fyrir leik brutust út óeirðir þar sem einn maður hlaut stungusár. Hann er þó ekki talinn í lífshættu. Millwall náði forystunni á 26. mínútu með marki Neil Harris og var allt útlit fyrir að það myndi reynast sigurmark leiksins. Junior Stanislas náði svo að jafna metin á 87. mínútu eftir fyrirgjöf Julian Faubert. Stanislas kom svo West Ham yfir með marki úr vítaspyrnu í framlengingunni og Zavon Hines skoraði þriðja leikinn. Til að bæta gráu á svart hlupu áhorfendur inn á völlinn áður en leiknum lauk. Þó tókst að klára leikinn fyrir rest. Grétar Rafn Steinsson var á bekknum hjá Bolton sem vann 1-0 sigur á Tranmere á útivelli. Mark Davies skoraði mark Bolton undir lok fyrri hálfleiks. Reading tapaði fyrir Barnsley á heimavelli, 2-1. Brynjar Björn Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Reading en Gylfi Sigurðsson var á bekknum. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu uppbótartíma leiksins. Heiðar Helguson kom ekki við sögu í 2-1 sigri QPR á Accrington Stanley á heimavelli. Staðan var markalaus í hálfleik. Þá vann Portsmouth 4-1 sigur á Hereford. Hermann Hreiðarsson er enn meiddur og var ekki í leikmannahópi Portsmouth. Þá vann Burnley 2-1 sigur á Hartlepool eftir að hafa lent undir. Steven Fletcher jafnaði metin á 84. mínútu leiksins fyrir Burnley og skoraði svo sigurmarkið í síðari hálfleik framlengingarinnar. Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn fyrir Burnley. Ármann Smári Björnsson var á meðal áhorfenda í kvöld en hann samdi í dag við Hartlepool. Þá vann Blackburn sigur á Gillingham, 3-1. Hull vann Southend með sama mun og Wolves vann sigur á Swindon í vítaspyrnukeppni, 6-5, eftir markalausan framlengdan leik. Úrslit kvöldsins: Gillingham - Blackburn 1-3 Hartlepool - Burnley 1-2, eftir framlengdan leik Hull - Southend 3-1 Leeds - Watford 2-1, eftir framlengdan leik Nottingham Forest - Middlesbrough 2-1, eftir framlengdan leik Peterborough - Ipswich 2-1 Portsmouth - Hereford 4-1 Port Vale - Sheffield Wednesday 2-0 Preston - Leicester 2-1 QPR - Accrington Stanley 2-1 Reading - Barnley 1-2 Southampton - Birmingham 1-2 Swansea - Scunthorpe 1-2, eftir framlengdan leik Tranmere - Bolton 0-1 West Ham - Millwall 2-1, eftir framlengdan leik Wolves - Swindon 0-0, Wolves vann, 6-5, eftir vítaspyrnukeppni
Enski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Fótbolti Fleiri fréttir Goðsögn Manchester United segir að félagið sé að eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira