Öll úrvalsdeildarliðin áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2009 21:33 Steven Fletcher fagnar öðru marka sinna í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Öll þau átta úrvalsdeildarlið sem voru í eldlínunni í ensku deildabikarkeppninni í kvöld komust áfram í þriðju umferð keppninnar. Leikur West Ham og Millwall var dramatískur en fyrir leik brutust út óeirðir þar sem einn maður hlaut stungusár. Hann er þó ekki talinn í lífshættu. Millwall náði forystunni á 26. mínútu með marki Neil Harris og var allt útlit fyrir að það myndi reynast sigurmark leiksins. Junior Stanislas náði svo að jafna metin á 87. mínútu eftir fyrirgjöf Julian Faubert. Stanislas kom svo West Ham yfir með marki úr vítaspyrnu í framlengingunni og Zavon Hines skoraði þriðja leikinn. Til að bæta gráu á svart hlupu áhorfendur inn á völlinn áður en leiknum lauk. Þó tókst að klára leikinn fyrir rest. Grétar Rafn Steinsson var á bekknum hjá Bolton sem vann 1-0 sigur á Tranmere á útivelli. Mark Davies skoraði mark Bolton undir lok fyrri hálfleiks. Reading tapaði fyrir Barnsley á heimavelli, 2-1. Brynjar Björn Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Reading en Gylfi Sigurðsson var á bekknum. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu uppbótartíma leiksins. Heiðar Helguson kom ekki við sögu í 2-1 sigri QPR á Accrington Stanley á heimavelli. Staðan var markalaus í hálfleik. Þá vann Portsmouth 4-1 sigur á Hereford. Hermann Hreiðarsson er enn meiddur og var ekki í leikmannahópi Portsmouth. Þá vann Burnley 2-1 sigur á Hartlepool eftir að hafa lent undir. Steven Fletcher jafnaði metin á 84. mínútu leiksins fyrir Burnley og skoraði svo sigurmarkið í síðari hálfleik framlengingarinnar. Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn fyrir Burnley. Ármann Smári Björnsson var á meðal áhorfenda í kvöld en hann samdi í dag við Hartlepool. Þá vann Blackburn sigur á Gillingham, 3-1. Hull vann Southend með sama mun og Wolves vann sigur á Swindon í vítaspyrnukeppni, 6-5, eftir markalausan framlengdan leik. Úrslit kvöldsins: Gillingham - Blackburn 1-3 Hartlepool - Burnley 1-2, eftir framlengdan leik Hull - Southend 3-1 Leeds - Watford 2-1, eftir framlengdan leik Nottingham Forest - Middlesbrough 2-1, eftir framlengdan leik Peterborough - Ipswich 2-1 Portsmouth - Hereford 4-1 Port Vale - Sheffield Wednesday 2-0 Preston - Leicester 2-1 QPR - Accrington Stanley 2-1 Reading - Barnley 1-2 Southampton - Birmingham 1-2 Swansea - Scunthorpe 1-2, eftir framlengdan leik Tranmere - Bolton 0-1 West Ham - Millwall 2-1, eftir framlengdan leik Wolves - Swindon 0-0, Wolves vann, 6-5, eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Öll þau átta úrvalsdeildarlið sem voru í eldlínunni í ensku deildabikarkeppninni í kvöld komust áfram í þriðju umferð keppninnar. Leikur West Ham og Millwall var dramatískur en fyrir leik brutust út óeirðir þar sem einn maður hlaut stungusár. Hann er þó ekki talinn í lífshættu. Millwall náði forystunni á 26. mínútu með marki Neil Harris og var allt útlit fyrir að það myndi reynast sigurmark leiksins. Junior Stanislas náði svo að jafna metin á 87. mínútu eftir fyrirgjöf Julian Faubert. Stanislas kom svo West Ham yfir með marki úr vítaspyrnu í framlengingunni og Zavon Hines skoraði þriðja leikinn. Til að bæta gráu á svart hlupu áhorfendur inn á völlinn áður en leiknum lauk. Þó tókst að klára leikinn fyrir rest. Grétar Rafn Steinsson var á bekknum hjá Bolton sem vann 1-0 sigur á Tranmere á útivelli. Mark Davies skoraði mark Bolton undir lok fyrri hálfleiks. Reading tapaði fyrir Barnsley á heimavelli, 2-1. Brynjar Björn Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Reading en Gylfi Sigurðsson var á bekknum. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu uppbótartíma leiksins. Heiðar Helguson kom ekki við sögu í 2-1 sigri QPR á Accrington Stanley á heimavelli. Staðan var markalaus í hálfleik. Þá vann Portsmouth 4-1 sigur á Hereford. Hermann Hreiðarsson er enn meiddur og var ekki í leikmannahópi Portsmouth. Þá vann Burnley 2-1 sigur á Hartlepool eftir að hafa lent undir. Steven Fletcher jafnaði metin á 84. mínútu leiksins fyrir Burnley og skoraði svo sigurmarkið í síðari hálfleik framlengingarinnar. Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn fyrir Burnley. Ármann Smári Björnsson var á meðal áhorfenda í kvöld en hann samdi í dag við Hartlepool. Þá vann Blackburn sigur á Gillingham, 3-1. Hull vann Southend með sama mun og Wolves vann sigur á Swindon í vítaspyrnukeppni, 6-5, eftir markalausan framlengdan leik. Úrslit kvöldsins: Gillingham - Blackburn 1-3 Hartlepool - Burnley 1-2, eftir framlengdan leik Hull - Southend 3-1 Leeds - Watford 2-1, eftir framlengdan leik Nottingham Forest - Middlesbrough 2-1, eftir framlengdan leik Peterborough - Ipswich 2-1 Portsmouth - Hereford 4-1 Port Vale - Sheffield Wednesday 2-0 Preston - Leicester 2-1 QPR - Accrington Stanley 2-1 Reading - Barnley 1-2 Southampton - Birmingham 1-2 Swansea - Scunthorpe 1-2, eftir framlengdan leik Tranmere - Bolton 0-1 West Ham - Millwall 2-1, eftir framlengdan leik Wolves - Swindon 0-0, Wolves vann, 6-5, eftir vítaspyrnukeppni
Enski boltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira