Enski boltinn

Van Nistelrooy orðaður við Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ruud van Nistelrooy í leik með Real Madrid.
Ruud van Nistelrooy í leik með Real Madrid. Nordic Photos / AFP
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, er sagður áhugasamur um að fá Ruud van Nistelrooy í raðir félagsins frá og með næsta sumri.

Þá verður samningur van Nistelrooy við Real Madrid útrunninn en ólíklegt þykir að honum verði boðinn nýr samningur við félagið.

„Ég get byrjað að ræða við önnu félög í janúar og þá mun ég sjá hvað mér stendur til boða. Ég vil fá að spila og komast í gott form aftur," sagði van Nistelrooy.

Fram kemur í The Sun í dag að Tottenham hafi verið nálægt því að kaupa van Nistelrooy í sumar fyrir aðeins eina milljón punda. Harry Redknapp mun hins vegar ekki verið reiðubúinn að fallast á launakröfur Hollendingsins sem vildi fá 100 þúsund pund í vikulaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×