Enski boltinn

Liverpool mun vinna marga titla á næstu árum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Torres segir góða tíma framundan hjá Liverpool.
Torres segir góða tíma framundan hjá Liverpool. Nordic Photos/Getty Images

Fernando Torres segir að fjárhagserfiðleikar eigenda Liverpool hafi engin áhrif á sig. Hann segir eingöngu spennandi tíma vera framundan hjá Liverpool.

„Ég myndi ekki vilja vera neins staðar annars staðar í Evrópu en hjá Liverpool. Ég trúi því að við séum á barmi stórkostlegs árangurs og er afar sáttur með að hafa skuldbundið mig félaginu næstu árin," sagði Torres.

„Allir þessir góðu leikmenn hjá félaginu væru ekki að skrifa undir nýja langtímasamninga við félagið ef þeir tryðu því ekki að framtíðin væri björt hérna. Ég býst við því að Liverpool muni vinna marga titla á næstu árum," sagði Torres jákvæður.

„Stjórinn veit hvað hann vill og hvað vantar upp á hjá liðinu. Þær ákvarðanir sem hann tekur í sumar vitum við að eru réttar enda höfum við allir mikla trú á honum.

„Takmarkið er að vera bestir. Ef við höfum ekki löngun til þess að vera bestir á Englandi sem og í Evrópu þá gætum við allt eins sleppt því að mæta í vinnuna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×