Innlent

Enn karpað um stjórnskipunarfrumvarp

Það eru langar fundarsetur á Alþingi þessa dagana enda stutt í kosningar. Mynd/ Pjetur.
Það eru langar fundarsetur á Alþingi þessa dagana enda stutt í kosningar. Mynd/ Pjetur.
Umræður um stjórnskipunarlög hafa nú staðið yfir í tvo daga á Alþingi. Tuttugu og tveir voru enn á mælendaskrá þegar þingfundi var frestað klukkan eitt í nótt.

Þingfundur hefst aftur klukkan hálft ellefu í dag með utandagskrá umræðu um framkvæmd fjárlaga og samskipti við Alþjóðagjaldeyrisjóðinn. Ekki liggur fyrir hvenær þingfundi lýkur en sjö mál eru á dagskrá þar á meðal frumvarp ríkisstjórnarinnar um stjórnskipunarlög.

Sjálfstæðismenn hafa lýst yfir mikilli andstöðu við frumvarpið og vilja endurskoða dagskrá þingsins með það í huga að koma öðrum málum að fyrst. Samkvæmt þingsköpum gætu sjálfstæðismenn beitt málþófi og tafið málið eins lengi og þeir kjósa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×