Enski boltinn

Ashley Young byrjar í stað Gerrard

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ashley Young, til hægri, í leik með Aston Villa.
Ashley Young, til hægri, í leik með Aston Villa. Nordic Photos / Getty Images

Ashley Young verður í byrjunarliði Englands í vináttuleiknum gegn Hollandi á morgun í stað Steven Gerrard sem þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Gerrard meiddist í nára á æfingu og fór ekki með landsliðinu til Hollands.

Young á fimm leiki að baki með enska landsliðinu en hann leikur með Aston Villa. Hann kom inn á sem varamaður fyrir Gerrard er England vann Andorra í undankeppni HM fyrr á árinu.

Líklegt þykir að Young muni leika á miðjunni við hlið þeirra Gareth Barry, Frank Lampard og David Beckham.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×