Enski boltinn

Zola fær pening til þess að styrkja leikmannahópinn

Ómar Þorgeirsson skrifar
Gianfranco Zola.
Gianfranco Zola. Nordic photos/Getty images

Andrew Bernhardt nýr stjórnarformaður enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham United eftir að CB Holding, sem er að meirihluta í eigu Straums-Burðaráss tók félagið yfir í dag, hefur staðfest að félagið ætli ekki einungis að reyna að sjá til þess að bestu leikmenn félagsins verði áfram á Upton Park heldur fái knattspyrnustjórinn Gianfranco Zola einnig peninga til þess að styrkja leikmannahóp sinn í sumar.

„West Ham býr að einu af besta unga þjálfarateymi í ensku úrvalsdeildinni og við munum gera okkar allra besta til þess að standa við bakið á Gianfranco Zola og Steve Clark. Ég vill líka lofa aðdáendum félagsins að frekar en að selja bestu leikmennina þá mun Zola fá peninga til þess að styrkja leikmannahópinn, en allt verður það gert innan skynsemismarka," segir Bernhardt.

Björgólfur Guðmundsson og Ásgeir Friðgeirsson yfirgefa stöður sínar í stjórn Lundúnafélagsins en forstjórinn Scott Duxbury heldur sínu starfi áfram.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×