Lloyd Webber veðjar á íslenska lagið 9. maí 2009 08:45 Fagnaðarfundir Þau Chris Neil, Óskar Páll og Tinatin Japaridze voru glöð þegar þau hittust eftir fimm ára fjarveru. Öll eru þau sameinuð í þeirri trú að Jóhanna Guðrún eigi eftir að slá í gegn á stóra sviðinu í Moskvu á þriðjudagskvöldinu.fréttablaðið/Alma Höfundar íslenska Eurovision-lagsins hafa ekki hist síðan þeir sömdu Is it true? í London 2004. Nú, fimm árum seinna, eru þeir sameinaðir í þeirri trú að lagið eigi eftir að vinna hug og hjörtu Evrópubúa. „Við ræddum þetta akkúrat í gær, hvað þetta væri í raun fáránlegt. Að fimm árum eftir að við sömdum lagið og þau gengu út úr upptökuverinu mínu í London værum við saman komin á Eurovision í Moskvu,“ segir Óskar Páll Sveinsson. Lagahöfundarnir þrír, Óskar, Chris Neil og Tinatin Japaridze, hittust í fyrsta skipti í gær síðan Is it true? varð til. Tinatin var þá ung og efnileg söngkona og þeir Chris Neil og Óskar Páll voru að taka upp plötu með henni. Óskar segir þetta hafa verið mikla fagnaðarfundi enda hafi Chris verið feikilega ánægður með nýju útsetninguna. „Hann var ákaflega hrifinn, fannst Jóhanna alveg frábær og hafði meira að segja á orði hvað bakraddirnar voru góðar og þéttar.“ Að sögn Óskars eru þau bæði ákaflega spennt fyrir útkomunni en óhætt er að fullyrða að Jóhanna Guðrún sé að gera góða hluti í Rússlandi. „Á æfingunni á miðvikudagskvöldið var salurinn hljóður eftir hvert og eitt lag en svo kom Jóhanna Guðrún og þá stóð salurinn upp og klappaði henni lof í lófa,“ segir Óskar stoltur og bætir því við að blaðamaður einnar stærstu Eurovision-vefsíðunnar, esctoday.com, hafi hnippt í hann og lýst því yfir, svona þeirra á milli, að flutningur íslensku söngkonunnar hafi verið stórkostlegur. Blaðamaðurinn er ekki sá eini sem hefur hrifist af lagi og söng Jóhönnu. Því einn besti vinur Chris Neil er Sir Andrew Lloyd Webber, söngleikjakóngur með meiru. „Hann er víst mjög fúll út í Chris um þessar mundir, er ekki sáttur við að þurfa keppa við svona gott lag, honum finnst íslenska lagið vera aðalkeppinauturinn sinn,“ segir Óskar, ekki amalegt hrós frá manni sem verður að teljast ein stærsta stjarna keppninnar í ár. Ekki er útilokað að íslenski hópurinn fái að hitta Andrew Lloyd því hann langar mikið að snæða kvöldverð með Íslendingunum í næstu viku. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
Höfundar íslenska Eurovision-lagsins hafa ekki hist síðan þeir sömdu Is it true? í London 2004. Nú, fimm árum seinna, eru þeir sameinaðir í þeirri trú að lagið eigi eftir að vinna hug og hjörtu Evrópubúa. „Við ræddum þetta akkúrat í gær, hvað þetta væri í raun fáránlegt. Að fimm árum eftir að við sömdum lagið og þau gengu út úr upptökuverinu mínu í London værum við saman komin á Eurovision í Moskvu,“ segir Óskar Páll Sveinsson. Lagahöfundarnir þrír, Óskar, Chris Neil og Tinatin Japaridze, hittust í fyrsta skipti í gær síðan Is it true? varð til. Tinatin var þá ung og efnileg söngkona og þeir Chris Neil og Óskar Páll voru að taka upp plötu með henni. Óskar segir þetta hafa verið mikla fagnaðarfundi enda hafi Chris verið feikilega ánægður með nýju útsetninguna. „Hann var ákaflega hrifinn, fannst Jóhanna alveg frábær og hafði meira að segja á orði hvað bakraddirnar voru góðar og þéttar.“ Að sögn Óskars eru þau bæði ákaflega spennt fyrir útkomunni en óhætt er að fullyrða að Jóhanna Guðrún sé að gera góða hluti í Rússlandi. „Á æfingunni á miðvikudagskvöldið var salurinn hljóður eftir hvert og eitt lag en svo kom Jóhanna Guðrún og þá stóð salurinn upp og klappaði henni lof í lófa,“ segir Óskar stoltur og bætir því við að blaðamaður einnar stærstu Eurovision-vefsíðunnar, esctoday.com, hafi hnippt í hann og lýst því yfir, svona þeirra á milli, að flutningur íslensku söngkonunnar hafi verið stórkostlegur. Blaðamaðurinn er ekki sá eini sem hefur hrifist af lagi og söng Jóhönnu. Því einn besti vinur Chris Neil er Sir Andrew Lloyd Webber, söngleikjakóngur með meiru. „Hann er víst mjög fúll út í Chris um þessar mundir, er ekki sáttur við að þurfa keppa við svona gott lag, honum finnst íslenska lagið vera aðalkeppinauturinn sinn,“ segir Óskar, ekki amalegt hrós frá manni sem verður að teljast ein stærsta stjarna keppninnar í ár. Ekki er útilokað að íslenski hópurinn fái að hitta Andrew Lloyd því hann langar mikið að snæða kvöldverð með Íslendingunum í næstu viku. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira