Enski boltinn

Stoke ætlar ekki að bjóða í Martins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Obafemi Martins í leik með Newcastle.
Obafemi Martins í leik með Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Peter Coates, stjórnarformaður Stoke, segir að félagið ætli ekki að leggja fram tilboð í Obafemi Martins, leikmann Newcastle.

Búist er við því að Martins sé einn þeirra leikmanna sem muni yfirgefa herbúðir Newcastle í sumar eftir að félagið féll í ensku B-deildina í vor.

Stoke hefur hins vegar staðfest að félagið ætli sér að reyna að fá Michael Owen, liðsfélaga Martins, til sín.

Coates neitaði því alfarið að félagið hefði sett sig í samband við Newcastle vegna Martins. „Ég veit ekki hvaðan þessi saga er komin en það er ekki fótur fyrir henni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×