Enski boltinn

Denilson frá vegna meiðsla í átta vikur

Ómar Þorgeirsson skrifar
Denilson.
Denilson. Nordic photos/AFP

Arsenal varð fyrir blóðtöku í dag þegar staðfest var að miðjumaðurinn Denilson verður frá vegna meiðsla í um það bil tvo mánuði vegna bakmeiðsla.

Hinn 21 árs gamli Brasilíumaður meiddist í 4-2 tapi gegn Manchester City 12. september síðastliðinn.

Denilson hefur byrjað inná í fjórum leikjum með Lundúnafélaginu á nýhafinni leiktíð og skorað eitt mark.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×