Innlent

Hættiði að leggja uppi á gangstéttum

MYND/GVA

Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar beinir því til ökumanna að leggja bílum sínum þannig að snjómoksturstæki geti með auðveldum hætti rutt gangstéttir.

Brögð eru að því að fljótfærir ökumenn stingi framendanum upp á gangstétt eða að bílnum sé lagt snyrtilega með tvö dekk uppi á gangstéttinni. Segir í tilkynningu framkvæmdasviðs að þetta skapi slysahættu fyrir gangandi vegfarendur.

Haft er eftir starfsmanni borgarinnar að ástandið sé sérstaklega slæmt í nágrenni við Landsspítalann, á Eiríksgötu og Barónsstíg, en þar virðast margir halda að leggja megi upp á gangstétt. Einnig er algengt að koma að bílum í gangi upp á gangstéttum við leikskóla í hverfinu.

„Þetta er spurning um að gefa sér örlítið meiri tíma til að leggja bílnum og taka tillit til samborgaranna. Öll viljum við komast slysalaust um borgina okkar," segir í tilkynningu framkvæmdasviðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×