Stöðvaði ekki fréttina 15. desember 2008 12:33 Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð. Jón Bjarki Magnússon, fyrrverandi blaðamaður á DV, greinir frá því á vefritinu NEI í dag að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi stöðvað birtingu greinar sem hann skrifaði um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Fréttin hafi snúist um að Sigurjón væri að koma á fót ráðgjafarfyrirtæki í húsnæði Landsbankans og að hann vonaðist eftir verkefnum frá Landsbankanum. „Ég verð að vísa til Reynis með þetta mál. Ég er ekki að skipta mér af fréttaflutningi af þessu tagi hjá DV eða dv.is eða öðrum miðlum hjá Birtingi," segir Hreinn í samtali við Vísi. Hreinn segist hins vegar oft hafa ákveðnar skoðanir á því sem þar sé skrifað. Hann geri kröfur um það að menn gæti allra sjónarmiða og segi satt og rétt frá. Hann hafi iðulega gert athugasemdir við orðalag og framsetningu. „Ég er alls ekki sáttur við allt sem fram kemur á DV, bara svo að það liggi fyrir. En að ég sé að hlustast til um það hvað þar birtist eða þar birtist ekki er alveg af og frá," segir Hreinn. Ritstjórn DV ákveði það algjörlega sjálf. Reynir Traustason ritstjóri DV sagði í samtali við fréttavef Morgunblaðsins í morgun að það væri bull að óeðlilegar ástæður hafi legið að baki því að ákveðið var að birta ekki frétt Jóns Bjarka í blaðinu. Fréttin hafi einfaldlega verið gömul og ekki bætt neinu við það sem þegar hafði fram komið á fréttavefnum Eyjunni. Jón Bjarki Magnússon sem skrifaði fréttina segist í samtali við Vísi standa við það að Reynir hafi sagt að aðilar úti í bæ hafi viljað stoppa fréttina. Hann kveðst hafa hætt störfum hjá DV í gær. „Ég sendi Reyni póst í gær þar sem ég sagði honum að ég ætlaði að hætta, og myndi segja frá þessu. Við ræddum þetta síðan í tvo tíma og ég ræddi líka við Jón Trausta (hinn ritstjóra DV) þar sem þeir reyndu að fá mig til þess að hætta við þetta. Ég taldi hinsvegar nauðsynlegt að þetta kæmi fram," segir Jón Bjarki sem starfað hefur á DV síðan í júní. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð. Jón Bjarki Magnússon, fyrrverandi blaðamaður á DV, greinir frá því á vefritinu NEI í dag að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi stöðvað birtingu greinar sem hann skrifaði um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Fréttin hafi snúist um að Sigurjón væri að koma á fót ráðgjafarfyrirtæki í húsnæði Landsbankans og að hann vonaðist eftir verkefnum frá Landsbankanum. „Ég verð að vísa til Reynis með þetta mál. Ég er ekki að skipta mér af fréttaflutningi af þessu tagi hjá DV eða dv.is eða öðrum miðlum hjá Birtingi," segir Hreinn í samtali við Vísi. Hreinn segist hins vegar oft hafa ákveðnar skoðanir á því sem þar sé skrifað. Hann geri kröfur um það að menn gæti allra sjónarmiða og segi satt og rétt frá. Hann hafi iðulega gert athugasemdir við orðalag og framsetningu. „Ég er alls ekki sáttur við allt sem fram kemur á DV, bara svo að það liggi fyrir. En að ég sé að hlustast til um það hvað þar birtist eða þar birtist ekki er alveg af og frá," segir Hreinn. Ritstjórn DV ákveði það algjörlega sjálf. Reynir Traustason ritstjóri DV sagði í samtali við fréttavef Morgunblaðsins í morgun að það væri bull að óeðlilegar ástæður hafi legið að baki því að ákveðið var að birta ekki frétt Jóns Bjarka í blaðinu. Fréttin hafi einfaldlega verið gömul og ekki bætt neinu við það sem þegar hafði fram komið á fréttavefnum Eyjunni. Jón Bjarki Magnússon sem skrifaði fréttina segist í samtali við Vísi standa við það að Reynir hafi sagt að aðilar úti í bæ hafi viljað stoppa fréttina. Hann kveðst hafa hætt störfum hjá DV í gær. „Ég sendi Reyni póst í gær þar sem ég sagði honum að ég ætlaði að hætta, og myndi segja frá þessu. Við ræddum þetta síðan í tvo tíma og ég ræddi líka við Jón Trausta (hinn ritstjóra DV) þar sem þeir reyndu að fá mig til þess að hætta við þetta. Ég taldi hinsvegar nauðsynlegt að þetta kæmi fram," segir Jón Bjarki sem starfað hefur á DV síðan í júní.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira