Rod Stewart aftur með Faces 14. júlí 2008 05:15 Rod Stewart er alltaf unglegur og hress. Talið er líklegt að hann muni syngja með The Faces síðar á árinu. Unnið er að endurkomu hljómsveitarinnar Faces og nú er talið líklegt að Rod Stewart verði við hljóðnemann á tónleikaferðalagi sveitarinnar. Þetta fullyrðir Ian McLagan, einn meðlima Faces. Hann, Kenny Jones og Ronnie Wood hafa unnið að endurkomunni og telja sig nú hafa fengið Rod með sér í lið. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Rod yrði með eftir að hann sást snæða kvöldverð með Wood á dögunum. „Rod hefur ekki verið tilkippilegur lengi," sagði McLagan í samtali við BBC. „Hann fann enga þörf til að snúa aftur, en nú held ég að hann sé tilbúinn." Hljómsveitin Faces gaf út fjórar hljómplötur á árunum 1970 til 1973. Eftir það gekk Ronnie Wood í The Rolling Stones en Rod Stewart hóf sólóferil sinn. McLagan fullyrðir að allir hljómsveitarmeðlimirnir verði lausir síðar á árinu og því sé gott tækifæri til að leggja í tónleikaferðalag. „Stones eru ekki að fara að túra næsta árið svo Woody er laus; það er líka að opnast gluggi hjá Rod," sagði hann. „Hjá mér er glugginn alltaf að opnast og lokast til skiptis en ég mun opna þennan glugga og troða mér í gegnum hann til að koma fram með The Faces aftur. Kenny er líka klár." Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Unnið er að endurkomu hljómsveitarinnar Faces og nú er talið líklegt að Rod Stewart verði við hljóðnemann á tónleikaferðalagi sveitarinnar. Þetta fullyrðir Ian McLagan, einn meðlima Faces. Hann, Kenny Jones og Ronnie Wood hafa unnið að endurkomunni og telja sig nú hafa fengið Rod með sér í lið. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Rod yrði með eftir að hann sást snæða kvöldverð með Wood á dögunum. „Rod hefur ekki verið tilkippilegur lengi," sagði McLagan í samtali við BBC. „Hann fann enga þörf til að snúa aftur, en nú held ég að hann sé tilbúinn." Hljómsveitin Faces gaf út fjórar hljómplötur á árunum 1970 til 1973. Eftir það gekk Ronnie Wood í The Rolling Stones en Rod Stewart hóf sólóferil sinn. McLagan fullyrðir að allir hljómsveitarmeðlimirnir verði lausir síðar á árinu og því sé gott tækifæri til að leggja í tónleikaferðalag. „Stones eru ekki að fara að túra næsta árið svo Woody er laus; það er líka að opnast gluggi hjá Rod," sagði hann. „Hjá mér er glugginn alltaf að opnast og lokast til skiptis en ég mun opna þennan glugga og troða mér í gegnum hann til að koma fram með The Faces aftur. Kenny er líka klár."
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“