Innlent

Magnús Pétursson nýr ríkissáttasemjari

Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra hefur skipað Magnús Pétursson, fyrrverandi forstjóra Landspítala, til þess að gegna embætti ríkissáttasemjara til næstu fimm ára frá 1. nóvember 2008.

Þetta kemur fram á vef ráðuneytisins. Magnús tekur við af Ásmundi Stefánssyni sem ákvað að hætta í haust en hann vinnur nú á vegum forsætisráðuneytisins í samræmingu aðgerða vegna kreppunnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.