Dómari kallar sprengjulist Þórarins „heimskulega“ 16. september 2008 07:00 Þórarinn Ingi Jónsson hlaut níu mánaða skilorð vegna listaverks síns í formi sprengjulegs skúlptúrs sem olli uppnámi í Toronto í fyrra. Þórarinn Ingi Jónsson, íslenski listamaðurinn sem olli uppnámi með listaverki sínu í líki sprengju í miðbæ Toronto í Kanada í fyrra, hlaut níu mánaða skilorð þegar hann kom fyrir rétt í Toronto á föstudag. „Við erum afskaplega ánægð og teljum að málið hafi farið eins vel og hægt var,“ segir Jón Ársæll Þórðarson, faðir Þórarins, um útkomuna á föstudag. „Það er greinilegt að kanadísk yfirvöld líta þetta listaverk mjög alvarlegum augum og höfðu á margan hátt lítinn skilning á því sem slíku. Þórarinn Ingi var fyrst og fremst að vinna að list sinni,“ segir Jón, sem segir sig og konu sína, Steinunni Þórarinsdóttur, hafa reynt að standa við bakið á syninum eins og unnt er. Þórarinn stundaði nám við listaháskólann Ontario College of Art and Design í Toronto í fyrra. Sem hluta af lokaverkefni sínu útbjó hann skúlptúr úr viði og málningu sem líktist sprengju við fyrstu sýn. Skúlptúrnum fylgdi miði sem á stóð að ekki væri um sprengju að ræða. Þessu kom Þórarinn fyrir við listasafnið Royal Ontario Museum í nóvember í fyrra. Gjörningurinn olli fjaðrafoki í Toronto, með þeim afleiðingum að safnið var rýmt, götum lokað og góðgerðarsamkomu til styrktar kanadísku alnæmissamtökunum, sem átti að fara fram á safninu sama kvöld, var aflýst. Fyrir rétti á föstudag kallaði dómarinn uppátækið „heimskulegt, meira að segja miðað við unga manneskju“. Þórarinn las upp afsökunarbeiðni, sem dómarinn tók gilda. „Hann baðst ekki afsökunar á listaverkinu, heldur því að hafa valdið þessum óþægindum,“ útskýrir Jón Ársæll. Þá kom einnig fram að Þórarinn hefði unnið sjálfboðavinnu fyrir alnæmissamtök hér á landi, frá því að hann sneri aftur frá Kanada. „Hann stakk upp á því að fá að vinna sjálfboðavinnu fyrir íslensku alnæmissamtökin, þar sem hin kanadísku alnæmissamtök hefðu hugsanlega skaðast af listaverki hans. Það var greinilega mikil ánægja með þau störf hans,“ segir Jón Ársæll. Þórarni var að lokum gert að greiða kanadísku alnæmissamtökunum og listasafninu 2.500 kanadíska dali hvoru, sem samsvarar í heildina rúmum 400 þúsund íslenskum krónum. sunna@frettabladid.is Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vance á von á barni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Fleiri fréttir Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Sjá meira
Þórarinn Ingi Jónsson, íslenski listamaðurinn sem olli uppnámi með listaverki sínu í líki sprengju í miðbæ Toronto í Kanada í fyrra, hlaut níu mánaða skilorð þegar hann kom fyrir rétt í Toronto á föstudag. „Við erum afskaplega ánægð og teljum að málið hafi farið eins vel og hægt var,“ segir Jón Ársæll Þórðarson, faðir Þórarins, um útkomuna á föstudag. „Það er greinilegt að kanadísk yfirvöld líta þetta listaverk mjög alvarlegum augum og höfðu á margan hátt lítinn skilning á því sem slíku. Þórarinn Ingi var fyrst og fremst að vinna að list sinni,“ segir Jón, sem segir sig og konu sína, Steinunni Þórarinsdóttur, hafa reynt að standa við bakið á syninum eins og unnt er. Þórarinn stundaði nám við listaháskólann Ontario College of Art and Design í Toronto í fyrra. Sem hluta af lokaverkefni sínu útbjó hann skúlptúr úr viði og málningu sem líktist sprengju við fyrstu sýn. Skúlptúrnum fylgdi miði sem á stóð að ekki væri um sprengju að ræða. Þessu kom Þórarinn fyrir við listasafnið Royal Ontario Museum í nóvember í fyrra. Gjörningurinn olli fjaðrafoki í Toronto, með þeim afleiðingum að safnið var rýmt, götum lokað og góðgerðarsamkomu til styrktar kanadísku alnæmissamtökunum, sem átti að fara fram á safninu sama kvöld, var aflýst. Fyrir rétti á föstudag kallaði dómarinn uppátækið „heimskulegt, meira að segja miðað við unga manneskju“. Þórarinn las upp afsökunarbeiðni, sem dómarinn tók gilda. „Hann baðst ekki afsökunar á listaverkinu, heldur því að hafa valdið þessum óþægindum,“ útskýrir Jón Ársæll. Þá kom einnig fram að Þórarinn hefði unnið sjálfboðavinnu fyrir alnæmissamtök hér á landi, frá því að hann sneri aftur frá Kanada. „Hann stakk upp á því að fá að vinna sjálfboðavinnu fyrir íslensku alnæmissamtökin, þar sem hin kanadísku alnæmissamtök hefðu hugsanlega skaðast af listaverki hans. Það var greinilega mikil ánægja með þau störf hans,“ segir Jón Ársæll. Þórarni var að lokum gert að greiða kanadísku alnæmissamtökunum og listasafninu 2.500 kanadíska dali hvoru, sem samsvarar í heildina rúmum 400 þúsund íslenskum krónum. sunna@frettabladid.is
Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vance á von á barni Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Fleiri fréttir Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Sjá meira