Innlent

Hellisheiðin er lokuð

Hellisheiðinni hefur verið lokað fyrir bílaumferð. Heiðin var lokuð í nótt og Vegagerðinni tókst að opna hana í morgun en nú hefur henni verið lokað á ný.

Þá er hálka á Suðurlandi er hálka og skafrenningur og í Þrengslum er hálka og óveður. Óveður er einnig undir Hafnarfjalli og á Reykjanesbraut.

Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir, snjóþekja og þæfingur. Á Holtavörðuheiði er flughálka og óveður. Þæfingur og óveður er á Bröttubrekku.

 

Á Vestfjörðum er víða ófært eða þungfært. Á Steingrímsfjarðarheiði er þungfært. Eyrarfjall er lokað. Á Suðurfjörðunum er víðast ófært og óveður og beðið er með snjómokstur vegna veðurs. Flughálka er ströndum.

 

Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir, snjóþekja, éljagangur og skafrenningur. Á Öxnadalsheiði er hálka.

 

Á Norðausturlandi er hálka, hálkublettir, snjóþekja, skafrenningur og éljagangur. Þungfært, éljagangur og óveður er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Sama er að segja um Vopnafjarðarheiði.

 

Á Austurlandi er hálka, snjóþekja og skafrenningur. Ófært er á Öxi og á Breiðdalsheiði.

Á Suðausturlandi er hálka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×