Innlent

Borgarstjóri tekur allar skoðanakannanir með fyrirvara

Eins og koma fram í fréttum Stöðvar 2 og birtist hér á Vísi í kvöld geldur listi frjálslynda og óháðra, flokkur Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra, afhroð í nýrri skoðanakönnum sem Capacent gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2.

Borgarstjórinn í Reykjavík hafði samtals 6.527 atvæði á bakvið sig eftir síðustu kosningar en samkvæmt könnun Capacent hefur hann nú 1.188.

Tölurnar hræða Ólaf hins vegar lítið. „Við höfum nú séð svipaðar tölur áður og við erum ekki ennþá farin að vinna skoðanakannanir en ég hef hins vegar ekki kynnst því að tapa kosningum. Þannig að ég tek allar skoðanakannanir með fyrirvara. Við erum að starfa í umboði 53% Reykvíkinga og erum að gera það eins vel og við getum. Við höfum mikinn stuðning við mörg þau málefni sem við erum að vinna að og ég er alveg viss um að það skilar árangri þegar upp er staðið," sagði Ólafur þegar fréttastofan leitaði viðbragða hjá honum.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.