Steinþór vill starfsfrið 8. febrúar 2008 12:07 Steinþór Skúlason, forstjóri SS. Stjórendur Sláturfélags Suðurlands vilja að friður skapist innan sölu- og markaðsdeildar og segja fréttir Vísis af starfsmannamálum hjá Sláturfélaginu orðum auknar og beinlínis rangar. Vísir greindi frá því á miðvikudag að mikil óánægja væri á meðal margra starfsmanna Sláturfélags Suðurlands og á síðustu dögum hefðu sex starfsmenn sölu- og markaðsdeildar, þar af þrír stjórnendur, sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Þá var haft eftir heimildarmönnum Vísis í fyrirtækinu enn fleiri væru að íhuga stöðu sína. Sláturfélag Suðurlands sendi í dag frá sér yfirlýsingu og er hún birt hér í heild sinni:„Vefritið Vísir.is gerði starfsmannamál Sláturfélags Suðurlands að umfjöllunarefni hinn 6. febrúar sl. Í fréttinni er látið liggja að því að óánægja sé "með stjórnendur Sláturfélagsins" og að sex starfsmenn hafi sagt upp störfum hjá fyrirtækinu og að fleiri íhugi stöðu sína og muni segja upp störfum á næstu dögum. Óhætt er að fullyrða að fréttir af breytingum hjá Sláturfélaginu og orsökum þeirra séu verulega orðum auknar eða beinlínis rangar.Hið rétta er að tveir millistjórnendur hyggjast flytjast til annarra landa og sögðu þess vegna lausum störfum sínum en munu vinna allan sinn uppsagnarfrest og leggja allt kapp á að skila verkum sínum með sóma.Yfirmaður sölu- og markaðsdeildar, sem starfað hefur í þrjú ár hjá fyrirtækinu, sagði starfi sínu lausu og eins og títt er við slíkar mannabreytingar hefur hann verið leystur undan vinnuskyldu. Sonur hans, sem starfaði í sömu deild, sagði jafnframt upp og hefur einnig verið leystur undan vinnuskyldu. Báðum eru þökkuð vel unnin störf. Engar upplýsingar liggja fyrir um aðrar uppsagnir.Starfsfólk sölu- og markaðsdeildar hefur náð mjög góðum árangri undanfarna mánuði, sem hefur skilað sér í mikilli söluaukningu og góðum baráttuanda. Stjórnendur SS eru mjög ánægðir með þennan árangur og deildin fær fullan stuðning til áframhaldandi sóknar.Það er markmið Sláturfélags Suðurlands að skapa starfsumhverfi þar sem fólki líður vel, nýtur sín í starfi og fær tækifæri til að sýna sitt besta. Í samstarfi við starfsmannafélag SS hefur verið ákveðið að leggja í fjölmörg verkefni til að stuðla að bættri heilsu og líðan starfsfólks. Á meðal verkefnanna má nefna mataræði á vinnustað, mat á heilsufari, reykleysi, líkamsbeitingu, öryggismál, leikfimi við störf, átak gegn streitu og styrki vegna íþróttaiðkunar.Á fundi sem Steinþór Skúlason, forstjóri SS, hélt með starfsfólki síðdegis í gær, 7. febrúar, voru þessi verkefni kynnt og farið var yfir þær fréttir sem fluttar hafa verið af væringum innan fyrirtækisins. Starfsfólk þakkaði stuðning félagsins og lýsti ánægju með þau verkefni sem kynnt voru og lýsti fullum hug til áframhaldandi sóknar fyrir félagið.Það er einlæg ósk stjórnenda Sláturfélags Suðurlands að nú skapist sá friður innan sölu- og markaðsdeildar, sem nauðsynlegur er til að starfsemi fyrirtækisins geti farið fram með besta hætti og að hið ágæta starfsfólk, sem vinnur hjá Sláturfélaginu, fái frið til að sinna störfum sínum."Athugasemd ritstjórnar: Vísir stendur við frétt sína af málinu. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Stjórendur Sláturfélags Suðurlands vilja að friður skapist innan sölu- og markaðsdeildar og segja fréttir Vísis af starfsmannamálum hjá Sláturfélaginu orðum auknar og beinlínis rangar. Vísir greindi frá því á miðvikudag að mikil óánægja væri á meðal margra starfsmanna Sláturfélags Suðurlands og á síðustu dögum hefðu sex starfsmenn sölu- og markaðsdeildar, þar af þrír stjórnendur, sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Þá var haft eftir heimildarmönnum Vísis í fyrirtækinu enn fleiri væru að íhuga stöðu sína. Sláturfélag Suðurlands sendi í dag frá sér yfirlýsingu og er hún birt hér í heild sinni:„Vefritið Vísir.is gerði starfsmannamál Sláturfélags Suðurlands að umfjöllunarefni hinn 6. febrúar sl. Í fréttinni er látið liggja að því að óánægja sé "með stjórnendur Sláturfélagsins" og að sex starfsmenn hafi sagt upp störfum hjá fyrirtækinu og að fleiri íhugi stöðu sína og muni segja upp störfum á næstu dögum. Óhætt er að fullyrða að fréttir af breytingum hjá Sláturfélaginu og orsökum þeirra séu verulega orðum auknar eða beinlínis rangar.Hið rétta er að tveir millistjórnendur hyggjast flytjast til annarra landa og sögðu þess vegna lausum störfum sínum en munu vinna allan sinn uppsagnarfrest og leggja allt kapp á að skila verkum sínum með sóma.Yfirmaður sölu- og markaðsdeildar, sem starfað hefur í þrjú ár hjá fyrirtækinu, sagði starfi sínu lausu og eins og títt er við slíkar mannabreytingar hefur hann verið leystur undan vinnuskyldu. Sonur hans, sem starfaði í sömu deild, sagði jafnframt upp og hefur einnig verið leystur undan vinnuskyldu. Báðum eru þökkuð vel unnin störf. Engar upplýsingar liggja fyrir um aðrar uppsagnir.Starfsfólk sölu- og markaðsdeildar hefur náð mjög góðum árangri undanfarna mánuði, sem hefur skilað sér í mikilli söluaukningu og góðum baráttuanda. Stjórnendur SS eru mjög ánægðir með þennan árangur og deildin fær fullan stuðning til áframhaldandi sóknar.Það er markmið Sláturfélags Suðurlands að skapa starfsumhverfi þar sem fólki líður vel, nýtur sín í starfi og fær tækifæri til að sýna sitt besta. Í samstarfi við starfsmannafélag SS hefur verið ákveðið að leggja í fjölmörg verkefni til að stuðla að bættri heilsu og líðan starfsfólks. Á meðal verkefnanna má nefna mataræði á vinnustað, mat á heilsufari, reykleysi, líkamsbeitingu, öryggismál, leikfimi við störf, átak gegn streitu og styrki vegna íþróttaiðkunar.Á fundi sem Steinþór Skúlason, forstjóri SS, hélt með starfsfólki síðdegis í gær, 7. febrúar, voru þessi verkefni kynnt og farið var yfir þær fréttir sem fluttar hafa verið af væringum innan fyrirtækisins. Starfsfólk þakkaði stuðning félagsins og lýsti ánægju með þau verkefni sem kynnt voru og lýsti fullum hug til áframhaldandi sóknar fyrir félagið.Það er einlæg ósk stjórnenda Sláturfélags Suðurlands að nú skapist sá friður innan sölu- og markaðsdeildar, sem nauðsynlegur er til að starfsemi fyrirtækisins geti farið fram með besta hætti og að hið ágæta starfsfólk, sem vinnur hjá Sláturfélaginu, fái frið til að sinna störfum sínum."Athugasemd ritstjórnar: Vísir stendur við frétt sína af málinu.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira