Óvíst hvenær aðvörunarskilti koma upp í Reynisfjöru Nanna Hlín skrifar 25. ágúst 2008 12:51 Frá Reynisfjöru. Enn eru engin skilti komin í Reynisfjöru þar sem ferðamenn hafa oft verið hætt komin síðustu ár. Vinna við upplýsinga- og viðvörunarskilti er þó í bígerð að sögn Sveins Pálssonar sveitastjóra. Hann vill þó engin loforð gefa um hvenær aðvörunarskilti komi upp í fjörunni. Ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru síðastliðinn föstudag þegar þeir óðu út í sjó til að reyna að bjarga hval sem hafði rekið á land. „Það á eftir að útfæra framkvæmdina að þessu og tala við landeigendur," segir Sveinn. „ Sveitafélagið sem og aðilar úr ferðageiranum, ferðamálastofa og slysavarnarfélagið hafa lýst sig viljuga til þess að taka á málinu í sameiningu." Sveinn segir framkvæmdina flóknari en við fyrstu sýn „ Það þarf að ákveða hvað standi á skiltinu og hvar það eigi að vera. Við viljum ekki bara setja upp varnarskilti heldur er verið að vinna með þá hugmynd að setja upp almennt upplýsingaskilti um náttúrufar á svæðinu og á því verður svo aðvörun," segir Sveinn en nú eru engin upplýsingaskilti að finna við Reynisfjöru. Samkvæmt upplýsingum frá Sveini eru landeigendur að Reynisfjöru fjölmargir jafnvel þótt ekki sé um stórt svæði að ræða. Ekki er hægt að setja upp skilti án þeirra samþykkis en verið er að undirbúa fund með þeim. „Það er ekki þannig að ég geti keyrt út í sveit og sest inn í eldhús hjá þeim og leyst málin heldur er um marga aðila að ræða sem þarf að funda með," segir Sveinn. Sveinn segir Reynisfjöru vera vinsælan ferðamannastað og vindsældir fjörunnar hafi aukist í samræmi við aukinn ferðamannastraum til landsins. Ferðamenn leggja leið sína þangað allan ársins hring þó mesta umferðin sé á sumrin. „ Þetta er í kortinu hjá útlendingum, þeir hafa ströndina í hávegum. Vegurinn í Reynisfjöru er einnig greiður og betri en til dæmis út í Dyrhóley sem er einnig vinsæll ferðamannastaður." Oftast er um erlenda ferðamenn að ræða sem gera sér ekki grein fyrir hættunni í Reynisfjöru að sögn Sveins. Hann bendir á að aðstæður séu mjög misjafnar þar, vegna breytileika fjörunnar sé mishættulegt að vera þar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Enn eru engin skilti komin í Reynisfjöru þar sem ferðamenn hafa oft verið hætt komin síðustu ár. Vinna við upplýsinga- og viðvörunarskilti er þó í bígerð að sögn Sveins Pálssonar sveitastjóra. Hann vill þó engin loforð gefa um hvenær aðvörunarskilti komi upp í fjörunni. Ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru síðastliðinn föstudag þegar þeir óðu út í sjó til að reyna að bjarga hval sem hafði rekið á land. „Það á eftir að útfæra framkvæmdina að þessu og tala við landeigendur," segir Sveinn. „ Sveitafélagið sem og aðilar úr ferðageiranum, ferðamálastofa og slysavarnarfélagið hafa lýst sig viljuga til þess að taka á málinu í sameiningu." Sveinn segir framkvæmdina flóknari en við fyrstu sýn „ Það þarf að ákveða hvað standi á skiltinu og hvar það eigi að vera. Við viljum ekki bara setja upp varnarskilti heldur er verið að vinna með þá hugmynd að setja upp almennt upplýsingaskilti um náttúrufar á svæðinu og á því verður svo aðvörun," segir Sveinn en nú eru engin upplýsingaskilti að finna við Reynisfjöru. Samkvæmt upplýsingum frá Sveini eru landeigendur að Reynisfjöru fjölmargir jafnvel þótt ekki sé um stórt svæði að ræða. Ekki er hægt að setja upp skilti án þeirra samþykkis en verið er að undirbúa fund með þeim. „Það er ekki þannig að ég geti keyrt út í sveit og sest inn í eldhús hjá þeim og leyst málin heldur er um marga aðila að ræða sem þarf að funda með," segir Sveinn. Sveinn segir Reynisfjöru vera vinsælan ferðamannastað og vindsældir fjörunnar hafi aukist í samræmi við aukinn ferðamannastraum til landsins. Ferðamenn leggja leið sína þangað allan ársins hring þó mesta umferðin sé á sumrin. „ Þetta er í kortinu hjá útlendingum, þeir hafa ströndina í hávegum. Vegurinn í Reynisfjöru er einnig greiður og betri en til dæmis út í Dyrhóley sem er einnig vinsæll ferðamannastaður." Oftast er um erlenda ferðamenn að ræða sem gera sér ekki grein fyrir hættunni í Reynisfjöru að sögn Sveins. Hann bendir á að aðstæður séu mjög misjafnar þar, vegna breytileika fjörunnar sé mishættulegt að vera þar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira